Innlent

Píratar í framboð í Reykjavík

Freyr Bjarnason skrifar
Birgitta Jónsdóttir er einn þriggja Pírata sem sitja á Alþingi.
Birgitta Jónsdóttir er einn þriggja Pírata sem sitja á Alþingi. fréttablaðið/vilhelm
Píratar hafa ákveðið að bjóða sig fram til sveitastjórnarkosninga í Reykjavík í fyrsta sinn.

Einnig kemur til greina að bjóða fram í öðrum bæjarfélögum.

Harður kjarni flokksins ætlar að demba sér í bæjarstjórnarmálin, auk þess sem einhverjir úr öðrum flokkum eru að íhuga að ganga til liðs við Pírata. Á meðal þeirra sem ætla að bjóða sig fram eru Halldór Auðar Svansson og Hildur Sif Thorarensen. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður prófkjör haldið í gegnum netkosningu.

Píratar hafa í nokkurn tíma brætt það með sér hvort þeir ætla í sveitastjórnarkosningar. Eftir að ljóst var að Jón Gnarr, borgarstjóri, myndi ekki gefa lengur kost á sér fyrir hönd Besta flokksins var endanlega ákveðið að stíga þetta skref.

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 njóta Píratar meiri stuðnings nú en í síðustu þingkosningum. 7,2 prósent styðja flokkinn nú, samanborið við 5,5 prósent í kosningunum.

Þrír sitja á þingi fyrir flokkinn, eða þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson.

Alls eru 520 skráðir í Pírataflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×