Vilja nýja ferjuhöfn, - hópar sem eyða nær engu á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2013 07:54 Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Sprenging hefur orðið í nýrri tegund vetrarferðamennsku á Austurlandi, - Þjóðverjar sem koma í þúsundatali með Norrænu í tveggja daga rútuferð. Þeir eyða hins vegar nánast engu á Íslandi, nýta skipið sem hótel, fá þar nestispakka og þýskar pylsur, bjór og snaps í rútunum. Yfir vetrarmánuði hefur Norræna nærri tveggja daga viðdvöl á Seyðisfirði. Það hefur færeyska útgerðin, í samvinnu við þýska ferðaskrifstofu, nýtt til að láta Norrænu þjóna sem skemmtiferðaskip, - ferðamönnum er boðið upp á ævintýraferð frá Danmörku. Þeir sigla frá Hirtshals, koma við í Færeyjum en aðalaðdráttaraflið er þó Mývatnssveit, sem er gullni hringur Norðausturlands, segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir sigla svo aftur til Danmerkur sömu leið. Ferðirnar hafa slegið í gegn. Aðalheiður áætlar að um þrjú þúsund þýskir ferðamenn hafi komið í svokallaðar „cruise”-ferðir með Norrænu á þessu ári. Ekki aðeins vekur þessi mikli fjöldi ferðamanna athygli okkar heldur ekki síður rúturnar sem fylgja hópnum, alls sex talsins, í þessari komu skipsins, sem Stöð 2 myndaði í síðustu viku.Þýskar rútur, hlaðnar mat og drykk, fylgja ferðahópunum með Norrænu.Þetta eru ekki íslenskar rútur. Þær eru á þýskum skráningarmerkjum og okkur heyrist bílstjórarnir líka vera Þjóðverjar. Aðalheiður segir sárt að þeir skuli ekki nota íslenskar rútur. „Jú, ég verð að viðurkenna það. Þeir voru áður að kaupa þjónustu hér af rútufyrirtækinu. Einhverra hluta vegna breyttu þeir því þetta árið,” segir Aðalheiður. Það er fleira sem Þjóðverjarnir spara sér á Íslandi. Farþegum býðst nestispakki úr skipinu, rúturnar eru hlaðnar mat og drykk, þýskar pylsur í dósum sem bílstjórarnir hita upp á hitunartækjum í rútunum og selja sjálfir á leiðinni ásamt bjór og snafs, sem flýtur með á gráu svæði sem tollskammtur farþega. Þeir fá þó íslenska leiðsögumenn. Annan daginn sjá þeir Dettifoss, Námaskarð og Dimmuborgir, þeir baða sig í Jarðböðunum og þar býðst þeim að kaupa sér máltíð. Svo er aftur ekið til Seyðisfjarðar og gist um borð. Hinn daginn sjá þeir Hallormsstað, Skriðuklaustur, þeim býðst að borða á Breiðdalsvík, sjá steinasafn Petru á Stöðvarfirði og Eskifjörð. -Er þetta að skila miklu? „Nei, engu til okkar. En þetta skapar atvinnu náttúrlega. Hér er fjölmargt fólk sem hefur atvinnu af því að sinna Norrænu,” segir ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar.Lestin leggur af stað frá Seyðisfirði. Þýsku rútubílstjórunum hefur gengið erfiðlega að ráða við vetrarfærð á Fjarðarheiði.Það er eitt sem truflar, 620 metra há Fjarðarheiðin, sem setur bílstjóra í vanda sem vanari eru þýskum hraðbrautum en íslenskri vetrarfærð. Í síðustu ferð neyddust þeir til að sleppa öðrum rútudeginum, farþegum til sárrar gremju, og nú vill útgerðin fá nýja ferjuhöfn á Íslandi. Tengdar fréttir Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45 Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Sprenging hefur orðið í nýrri tegund vetrarferðamennsku á Austurlandi, - Þjóðverjar sem koma í þúsundatali með Norrænu í tveggja daga rútuferð. Þeir eyða hins vegar nánast engu á Íslandi, nýta skipið sem hótel, fá þar nestispakka og þýskar pylsur, bjór og snaps í rútunum. Yfir vetrarmánuði hefur Norræna nærri tveggja daga viðdvöl á Seyðisfirði. Það hefur færeyska útgerðin, í samvinnu við þýska ferðaskrifstofu, nýtt til að láta Norrænu þjóna sem skemmtiferðaskip, - ferðamönnum er boðið upp á ævintýraferð frá Danmörku. Þeir sigla frá Hirtshals, koma við í Færeyjum en aðalaðdráttaraflið er þó Mývatnssveit, sem er gullni hringur Norðausturlands, segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir sigla svo aftur til Danmerkur sömu leið. Ferðirnar hafa slegið í gegn. Aðalheiður áætlar að um þrjú þúsund þýskir ferðamenn hafi komið í svokallaðar „cruise”-ferðir með Norrænu á þessu ári. Ekki aðeins vekur þessi mikli fjöldi ferðamanna athygli okkar heldur ekki síður rúturnar sem fylgja hópnum, alls sex talsins, í þessari komu skipsins, sem Stöð 2 myndaði í síðustu viku.Þýskar rútur, hlaðnar mat og drykk, fylgja ferðahópunum með Norrænu.Þetta eru ekki íslenskar rútur. Þær eru á þýskum skráningarmerkjum og okkur heyrist bílstjórarnir líka vera Þjóðverjar. Aðalheiður segir sárt að þeir skuli ekki nota íslenskar rútur. „Jú, ég verð að viðurkenna það. Þeir voru áður að kaupa þjónustu hér af rútufyrirtækinu. Einhverra hluta vegna breyttu þeir því þetta árið,” segir Aðalheiður. Það er fleira sem Þjóðverjarnir spara sér á Íslandi. Farþegum býðst nestispakki úr skipinu, rúturnar eru hlaðnar mat og drykk, þýskar pylsur í dósum sem bílstjórarnir hita upp á hitunartækjum í rútunum og selja sjálfir á leiðinni ásamt bjór og snafs, sem flýtur með á gráu svæði sem tollskammtur farþega. Þeir fá þó íslenska leiðsögumenn. Annan daginn sjá þeir Dettifoss, Námaskarð og Dimmuborgir, þeir baða sig í Jarðböðunum og þar býðst þeim að kaupa sér máltíð. Svo er aftur ekið til Seyðisfjarðar og gist um borð. Hinn daginn sjá þeir Hallormsstað, Skriðuklaustur, þeim býðst að borða á Breiðdalsvík, sjá steinasafn Petru á Stöðvarfirði og Eskifjörð. -Er þetta að skila miklu? „Nei, engu til okkar. En þetta skapar atvinnu náttúrlega. Hér er fjölmargt fólk sem hefur atvinnu af því að sinna Norrænu,” segir ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar.Lestin leggur af stað frá Seyðisfirði. Þýsku rútubílstjórunum hefur gengið erfiðlega að ráða við vetrarfærð á Fjarðarheiði.Það er eitt sem truflar, 620 metra há Fjarðarheiðin, sem setur bílstjóra í vanda sem vanari eru þýskum hraðbrautum en íslenskri vetrarfærð. Í síðustu ferð neyddust þeir til að sleppa öðrum rútudeginum, farþegum til sárrar gremju, og nú vill útgerðin fá nýja ferjuhöfn á Íslandi.
Tengdar fréttir Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45 Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45
Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59