Vilja nýja ferjuhöfn, - hópar sem eyða nær engu á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2013 07:54 Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Sprenging hefur orðið í nýrri tegund vetrarferðamennsku á Austurlandi, - Þjóðverjar sem koma í þúsundatali með Norrænu í tveggja daga rútuferð. Þeir eyða hins vegar nánast engu á Íslandi, nýta skipið sem hótel, fá þar nestispakka og þýskar pylsur, bjór og snaps í rútunum. Yfir vetrarmánuði hefur Norræna nærri tveggja daga viðdvöl á Seyðisfirði. Það hefur færeyska útgerðin, í samvinnu við þýska ferðaskrifstofu, nýtt til að láta Norrænu þjóna sem skemmtiferðaskip, - ferðamönnum er boðið upp á ævintýraferð frá Danmörku. Þeir sigla frá Hirtshals, koma við í Færeyjum en aðalaðdráttaraflið er þó Mývatnssveit, sem er gullni hringur Norðausturlands, segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir sigla svo aftur til Danmerkur sömu leið. Ferðirnar hafa slegið í gegn. Aðalheiður áætlar að um þrjú þúsund þýskir ferðamenn hafi komið í svokallaðar „cruise”-ferðir með Norrænu á þessu ári. Ekki aðeins vekur þessi mikli fjöldi ferðamanna athygli okkar heldur ekki síður rúturnar sem fylgja hópnum, alls sex talsins, í þessari komu skipsins, sem Stöð 2 myndaði í síðustu viku.Þýskar rútur, hlaðnar mat og drykk, fylgja ferðahópunum með Norrænu.Þetta eru ekki íslenskar rútur. Þær eru á þýskum skráningarmerkjum og okkur heyrist bílstjórarnir líka vera Þjóðverjar. Aðalheiður segir sárt að þeir skuli ekki nota íslenskar rútur. „Jú, ég verð að viðurkenna það. Þeir voru áður að kaupa þjónustu hér af rútufyrirtækinu. Einhverra hluta vegna breyttu þeir því þetta árið,” segir Aðalheiður. Það er fleira sem Þjóðverjarnir spara sér á Íslandi. Farþegum býðst nestispakki úr skipinu, rúturnar eru hlaðnar mat og drykk, þýskar pylsur í dósum sem bílstjórarnir hita upp á hitunartækjum í rútunum og selja sjálfir á leiðinni ásamt bjór og snafs, sem flýtur með á gráu svæði sem tollskammtur farþega. Þeir fá þó íslenska leiðsögumenn. Annan daginn sjá þeir Dettifoss, Námaskarð og Dimmuborgir, þeir baða sig í Jarðböðunum og þar býðst þeim að kaupa sér máltíð. Svo er aftur ekið til Seyðisfjarðar og gist um borð. Hinn daginn sjá þeir Hallormsstað, Skriðuklaustur, þeim býðst að borða á Breiðdalsvík, sjá steinasafn Petru á Stöðvarfirði og Eskifjörð. -Er þetta að skila miklu? „Nei, engu til okkar. En þetta skapar atvinnu náttúrlega. Hér er fjölmargt fólk sem hefur atvinnu af því að sinna Norrænu,” segir ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar.Lestin leggur af stað frá Seyðisfirði. Þýsku rútubílstjórunum hefur gengið erfiðlega að ráða við vetrarfærð á Fjarðarheiði.Það er eitt sem truflar, 620 metra há Fjarðarheiðin, sem setur bílstjóra í vanda sem vanari eru þýskum hraðbrautum en íslenskri vetrarfærð. Í síðustu ferð neyddust þeir til að sleppa öðrum rútudeginum, farþegum til sárrar gremju, og nú vill útgerðin fá nýja ferjuhöfn á Íslandi. Tengdar fréttir Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45 Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Sprenging hefur orðið í nýrri tegund vetrarferðamennsku á Austurlandi, - Þjóðverjar sem koma í þúsundatali með Norrænu í tveggja daga rútuferð. Þeir eyða hins vegar nánast engu á Íslandi, nýta skipið sem hótel, fá þar nestispakka og þýskar pylsur, bjór og snaps í rútunum. Yfir vetrarmánuði hefur Norræna nærri tveggja daga viðdvöl á Seyðisfirði. Það hefur færeyska útgerðin, í samvinnu við þýska ferðaskrifstofu, nýtt til að láta Norrænu þjóna sem skemmtiferðaskip, - ferðamönnum er boðið upp á ævintýraferð frá Danmörku. Þeir sigla frá Hirtshals, koma við í Færeyjum en aðalaðdráttaraflið er þó Mývatnssveit, sem er gullni hringur Norðausturlands, segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir sigla svo aftur til Danmerkur sömu leið. Ferðirnar hafa slegið í gegn. Aðalheiður áætlar að um þrjú þúsund þýskir ferðamenn hafi komið í svokallaðar „cruise”-ferðir með Norrænu á þessu ári. Ekki aðeins vekur þessi mikli fjöldi ferðamanna athygli okkar heldur ekki síður rúturnar sem fylgja hópnum, alls sex talsins, í þessari komu skipsins, sem Stöð 2 myndaði í síðustu viku.Þýskar rútur, hlaðnar mat og drykk, fylgja ferðahópunum með Norrænu.Þetta eru ekki íslenskar rútur. Þær eru á þýskum skráningarmerkjum og okkur heyrist bílstjórarnir líka vera Þjóðverjar. Aðalheiður segir sárt að þeir skuli ekki nota íslenskar rútur. „Jú, ég verð að viðurkenna það. Þeir voru áður að kaupa þjónustu hér af rútufyrirtækinu. Einhverra hluta vegna breyttu þeir því þetta árið,” segir Aðalheiður. Það er fleira sem Þjóðverjarnir spara sér á Íslandi. Farþegum býðst nestispakki úr skipinu, rúturnar eru hlaðnar mat og drykk, þýskar pylsur í dósum sem bílstjórarnir hita upp á hitunartækjum í rútunum og selja sjálfir á leiðinni ásamt bjór og snafs, sem flýtur með á gráu svæði sem tollskammtur farþega. Þeir fá þó íslenska leiðsögumenn. Annan daginn sjá þeir Dettifoss, Námaskarð og Dimmuborgir, þeir baða sig í Jarðböðunum og þar býðst þeim að kaupa sér máltíð. Svo er aftur ekið til Seyðisfjarðar og gist um borð. Hinn daginn sjá þeir Hallormsstað, Skriðuklaustur, þeim býðst að borða á Breiðdalsvík, sjá steinasafn Petru á Stöðvarfirði og Eskifjörð. -Er þetta að skila miklu? „Nei, engu til okkar. En þetta skapar atvinnu náttúrlega. Hér er fjölmargt fólk sem hefur atvinnu af því að sinna Norrænu,” segir ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar.Lestin leggur af stað frá Seyðisfirði. Þýsku rútubílstjórunum hefur gengið erfiðlega að ráða við vetrarfærð á Fjarðarheiði.Það er eitt sem truflar, 620 metra há Fjarðarheiðin, sem setur bílstjóra í vanda sem vanari eru þýskum hraðbrautum en íslenskri vetrarfærð. Í síðustu ferð neyddust þeir til að sleppa öðrum rútudeginum, farþegum til sárrar gremju, og nú vill útgerðin fá nýja ferjuhöfn á Íslandi.
Tengdar fréttir Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45 Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. 7. nóvember 2013 18:45
Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59