Innlent

Bæjarstjórinn í fyrsta sæti

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnanesi, er í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna eftir prófkjör flokksins sem fram fór í bænum í dag
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnanesi, er í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna eftir prófkjör flokksins sem fram fór í bænum í dag
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnanesi, er í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna eftir prófkjör flokksins sem fram fór í bænum í dag.

Í öðru sæti listans er Guðmundur Magnússon og í því þriðja er Bjarni Torfi Álfþórsson. Sigrún Edda Jónsdóttir er í fjórða sæti og Magnús Örn Guðmundsson í því fimmta. Karl Pétur Jónsson er í sjötta sæti og Katrín Pálsdóttir í sjöunda.

1314 manns voru á kjörskrá á Seltjarnarnesi og greidd atkvæði voru 759. 36 atkvæði voru auð og ógild.

Ásgerður fékk 517 atkvæði í fyrsta sætið. Hún segir að það sé ánægja með þátttökuna í prófkjörinu og hún sjálf sé mjög ánægð með þann stuðning sem hún fékk.

„Þetta er sterkur listi sem kemur úr úr þessu prófkjöri  og ég hlakka til að starfa með þessu fólki, bæði þeim nýju og þeim sem voru áður,“ segir Ásgerður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×