Innlent

Fanginn talinn hafa látist úr of stórum skammti

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Maðurinn sem fannst látinn í klefa sínum í morgun var fæddur árið 1983. Hann hafði tekið inn of stóran skammt af ótilgreindu eiturlyfi.

Rannsókn málsins er að sögn fangelsisyfirvalda í farvegi og mun krufning fara fram á næstu dögum.

Maðurinn, sem þekktur er í undirheimunum, hefur ekki sitið lengi í afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur hann átt við fíknivanda um langt skeið og hafði orðið uppvís af neyslu inni í fangelsinu áður.

Hann sætti fyrir það refsingu með svotilgerðu heimssóknarbanni. Þar sem honum var meinað um umgengni við vini og ættingja. 

Hinn látni  sat inni fyrir fíkniefnasmygl en Hæstiréttur staðfesti nýverið átján mánaða fangelsisdóm yfir honum vegna innflutnings á rúmlega hálfu kílói af kókaíni frá Danmörku til Íslands og var hann framseldur hingað til lands eftir að stjórnvöld létu lýsa eftir honum af Interpool. 

Maðurinn var ókvæntur og barnlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×