Innlent

Varað við vonskuveðri á morgun

Búist er við vonskuveðri á morgun.
Búist er við vonskuveðri á morgun.
Djúp lægð gengur yfir landið á morgun. Það gengur í suðaustan storm fyrst suðvestanlands en það verður mjög hvasst á hálendinu síðdegis á morgun með snjókomu og skafrenningi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu munu vindhviður ná allt að fjörutíu metrum á sekúndu á hálendinu.

Trausti Jónsson, veðurfræðingur, skrifar um storminn á vefsvæði sínu í dag. Þar veltir Trausti fyrir sér hvort að lægðin marki endalok þurrka síðastliðins mánuðs en hinar svokölluðu haustrigningar hafa lítið látið bæra á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×