Innlent

Aftur á biðlaun með yfir milljón á mánuði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðríður Arnardóttir, bæjafulltrúi Samfylkingar, kveður bæjarstjóra skylt að svara fyrirspurnum kjörinna fulltrúa.
Guðríður Arnardóttir, bæjafulltrúi Samfylkingar, kveður bæjarstjóra skylt að svara fyrirspurnum kjörinna fulltrúa. Fréttablaðið/Stefán
„Berist svar ekki frá bæjarstjóra á næsta fundi bæjarráðs mun undirrituð leggja fram kæru til innanríkisráðuneytisins,“ segir í bókun Guðríðar Arnardóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, sem ítrekað hefur óskað skýringa á störfum sviðsstjóra hjá bænum.

Um er að ræða stöðu sviðsstjóra sérstakra verkefna sem Guðrún Pálsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, tók við eftir að hún sneri aftur til starfa hjá bænum eftir að hafa verið á biðlaunum í kjölfar þess að hún lét af starfi bæjarstjóra. Guðríður vill fá að vita hver hafi verið ávinningur þess að stofna umrædda stöðu hver kostnaðurinn af því hafi verið fyrir bæjarsjóð.

Segist Guðrún minna Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra á að sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins beri honum að svara fyrirspurnum kjörinna fulltrúa. Ekki verði annað séð en bæjarstjórinn brjóti lög með „þögn sinni og aðgerðarleysi.“

Starf umrædds sviðsstjóra var lagt niður 22. október síðastliðinn. Í svari sem bærinn sendi Kópavogsblaðinu kemur fram að Guðrún Pálsdóttir eigi rétt á tólf mánaða biðlaunum. Sparnaðurinn af breytingunni komi fram af „fullum þunga“ að þeim tíma loknum.

Mánaðarlaun Guðrúnar eru um 1,1 milljón króna samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×