Innlent

Lögreglan notaði rafbyssu á mann sem reyndi að bjarga stjúpsyni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Húsið er gjörónýtt eftir brunann.
Húsið er gjörónýtt eftir brunann.
Fjölskylda þriggja ára drengs sem lést í eldsvoða í bænum Louisiana í Missouriríki, Bandaríkjunum er æf út í lögregluna. Þriggja ára drengur lést í eldsvoða. Stjúpfaðir drengsins reyndi að fara inn í alelda hús til að bjarga drengnum en var hindraður af lögreglu.

Maðurinn var skotinn þrívegis með rafbyssu og í kjölfarið handjárnaður. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga drengnum en tókst ekki að fara inn þar sem húsið var alelda. Ekki tókst að bjarga drengnum út úr brennandi húsinu.

Fjölskyldan íhugar að leita réttar síns og er rannsókn hafin á aðgerðum lögreglunnar í málinu. Talsmaður lögreglnnar í Louisiana segir að lögreglumenn hafi skotið manninn með rafbyssu til að koma í veg fyrir að maðurinn færi sjálfum sér að voða. Litlar líkur eru taldar á því að honum hefði tekist að bjarga stúpsyni sínum með að hlaupa inn í brennandi húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×