Innlent

Óttast að 1200 hafi látist

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Skelfilegt ástand ríkir nú á Filippseyjum.
Skelfilegt ástand ríkir nú á Filippseyjum. Mynd/AFP
Óttast er að allt að 1200 manns hafi týnt lífi í einum öflugasta fellibyl sem mælst hefur en fellibylurinn, Haiyan, gekk yfir Filippseyjar í gær.  Talsmaður Rauða krossins á Filippseyjum, Gwendolyn Pang, segir að nákvæmari tölur muni berast á morgun.

Strandbærinn Tacloban varð verst úti og fundust 100 lík á víð og dreifð um bæinn í morgun. Nú telja yfirvöld að um 900 til viðbótar séu látnir í bænum og að um 200 hafi týnt lífi í Samar. Sterkustu kviður Haiyan náðu 380 km/klst.

Ástandið á Filippseyjum er vægast sagt skelfilegt. Rafmagn fór af stórum þéttbýlissvæðum og er fjarskiptasamband víða í lamasessi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×