Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður segir að félagið hafi haldið athöfn á Nauthóli og þar hafi Gunnar Þórðarson, meðhöfundur Þorsteins til margra ára, flutt lag þeirraa „Ástarsælu“. Ýmsir félagar Þorsteins hafi einnig ávarpað hann af tilefninu.
„Að lokinni athöfninni í Nauthóli settist Þorsteinn ásamt eiginkonu sinni Fjólu Ólafsdóttur tónlistarkennara upp í hvíta limmósínu sem ók þeim hjónum á Besstastaði,“ segir Jakob Frímann.
Hann segir að þar hafi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekið á móti þeim og fleiri félögum úr FTT. Móttaka forseta hafi verið haldin í tilefni útgáfu bókarinnar, Vatnaskil í hrynheimum sem kom út nýlega. Bókin byggi á fjölmörgum greinum og rannsóknum.
„FTT hefur að undanförnu haldið upp á afmælið sitt en formlegu afmælishaldi lauk í síðustu viku eftir fjölbreytilega flóru tónlistarviðburða og málþinga sem spönnuðu allt svið tónskálda og textahöfunda á vettvangi íslenskrar hryntónlistar,“ segir Jakob Frímann.
