Innlent

Erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd*/Hari
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þá oftast vegna ölvunar. Frá miðnætti til klukkan fimm í morgun sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 59 útköllum.

Sex ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunar og fíkniefnaaksturs. Þrír ökumannanna voru ölvaðir og þrír í vímu vegna fíkniefna. Talsvert var um ölvun á almannafæri.

Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjumvar tiltölulega rólegt í nótt, þó gisti einn fangaklefa vegna ölvunar almannafæri.

Á Akureyri var nóg af verkefnum en ekkert stórvægilegt að sögn lögreglunnar þar. Einn var tekinn grunaður um fíkniefnaakstur og tvær minni háttar líkamsárásir voru tilkynntar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×