Ókyrrist á nokkurra ára fresti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2013 15:00 "Fólk rennir sér á línu þvert yfir hellinn og sígur svo niður af syllunni sem ber við himin á bak við mig,“ lýsir Védís. Ég bjó með foreldrum mínum bæði í Bandaríkjunum og Kanada sem barn svo ég var alltaf meðvituð um hinn stóra heim og áttaði mig á að það var ekki svo erfitt að kynnast fólki erlendis,“ segir Védís Ólafsdóttir þjóðfræðingur sem nú er stödd í Yangshuo í Kína. Þar tekur hún á móti stórum hópum nemenda og kennara úr alþjóðlegum skólum og skipuleggur fjölbreyttar ferðir fyrir þá. Til dæmis var hún með 70 unglinga og fimm kennara í fyrstu fimm daga ferðinni nú í september. Sjálf kveðst hún á sínum tíma hafa farið í BSc-nám í Danmörku og í skiptinám þaðan til Kína. „Síðan þá hefur hugurinn stundum leitað aftur til Kína og ég ætlaði mér alltaf að læra meira en grunnatriðin í kínversku,“ segir hún. Áður kveðst Védís hafa verið skiptinemi eitt ár í Kosta Ríka þegar hún var sextán ára og kynnst þar yndislegu fólki sem hún hafi tvívegis heimsótt síðan. „Það má ég segja að ég ókyrrist á nokkurra ára fresti og fái sterka ferðalöngun. Á sama tíma finnst mér ekkert land fegurra en Ísland og reyni að njóta íslenskrar náttúru eins mikið og ég get. Ég hrífst til dæmis af Svínafellsjökli og nágrenni hans, sama hversu oft ég geng á hann,“ segir hún. Védís hefur nefnilega starfað með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum síðustu sumur sem jöklaleiðsögumaður, einkum á Sólheimajökli og Svínafellsjökli, og í því starfi kynnst mörgum klifrurum. „Síðustu ár hef ég reynt að klifra kletta á sumrin og ísfossa á veturna, á milli þess sem ég plampa um með túrista á jöklum,“ segir hún hress. Foreldrar Védísar eru báðir líffræðingar og mikið göngufólk. „Þegar við systur mínar vorum litlar ferðuðumst við mikið með foreldrum okkar, bíllinn var troðfylltur af dóti og svo keyrðum við út á land þar sem við dvöldumst í nokkrar vikur,“ rifjar hún upp. Tuttugu og þriggja ára og nýkomin frá námi í Danmörku kveðst hún hafa ákveðið að gera eitthvað sem hún gæti hvergi gert annars staðar í heiminum og skrá sig í björgunarsveit. „Ég fór í nýliðaþjálfun Flugbjörgunarsveitarinnar og þar kynntist ég fólki sem stundaði klettaklifur. Í Flugbjörgunarsveitinni kom fjallabakterían fram aftur og hefur verið viðloðandi síðan,“ segir hún. Védís kynntist Kína fyrst er hún fór þangað með Hamrahlíðarkórnum árið 2007. En eftir að hún lauk MA-námi í þjóðfræði við HÍ fyrir ári ákvað hún að taka sér í fyrsta skipti á ævinni frí frá skóla og vinnu. „Ég var búin að dvelja rúm þrjú ár á Íslandi og útlönd farin að kitla. Ég vildi helst ekki fara á flakk heldur dvelja á einum stað, jafnvel athuga hvort ég gæti klifrað.“ Hún fann Yangshuo á vafri sínu um internetið og það sem meira var, auglýsingu frá gæðafyrirtæki í ferðaþjónustu þar, sem vantaði fólk í vinnu. „Ég kom hingað fyrst í lok mars og var í þrjá mánuði að þjálfa mig og kynnast svæðinu,“ segir hún og kveðst hafa ferðast þá til fjögurra ólíkra staða, Xiamen á austurströndinni, bæjar rétt fyrir utan Sjanghaí, Peking og Innri-Mongólíu. Eftir íslenskt sumar á jöklum hélt Védís aftur til Kína í september og kann vel við sig þar en ætlar að koma heim fyrir jól. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Ég bjó með foreldrum mínum bæði í Bandaríkjunum og Kanada sem barn svo ég var alltaf meðvituð um hinn stóra heim og áttaði mig á að það var ekki svo erfitt að kynnast fólki erlendis,“ segir Védís Ólafsdóttir þjóðfræðingur sem nú er stödd í Yangshuo í Kína. Þar tekur hún á móti stórum hópum nemenda og kennara úr alþjóðlegum skólum og skipuleggur fjölbreyttar ferðir fyrir þá. Til dæmis var hún með 70 unglinga og fimm kennara í fyrstu fimm daga ferðinni nú í september. Sjálf kveðst hún á sínum tíma hafa farið í BSc-nám í Danmörku og í skiptinám þaðan til Kína. „Síðan þá hefur hugurinn stundum leitað aftur til Kína og ég ætlaði mér alltaf að læra meira en grunnatriðin í kínversku,“ segir hún. Áður kveðst Védís hafa verið skiptinemi eitt ár í Kosta Ríka þegar hún var sextán ára og kynnst þar yndislegu fólki sem hún hafi tvívegis heimsótt síðan. „Það má ég segja að ég ókyrrist á nokkurra ára fresti og fái sterka ferðalöngun. Á sama tíma finnst mér ekkert land fegurra en Ísland og reyni að njóta íslenskrar náttúru eins mikið og ég get. Ég hrífst til dæmis af Svínafellsjökli og nágrenni hans, sama hversu oft ég geng á hann,“ segir hún. Védís hefur nefnilega starfað með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum síðustu sumur sem jöklaleiðsögumaður, einkum á Sólheimajökli og Svínafellsjökli, og í því starfi kynnst mörgum klifrurum. „Síðustu ár hef ég reynt að klifra kletta á sumrin og ísfossa á veturna, á milli þess sem ég plampa um með túrista á jöklum,“ segir hún hress. Foreldrar Védísar eru báðir líffræðingar og mikið göngufólk. „Þegar við systur mínar vorum litlar ferðuðumst við mikið með foreldrum okkar, bíllinn var troðfylltur af dóti og svo keyrðum við út á land þar sem við dvöldumst í nokkrar vikur,“ rifjar hún upp. Tuttugu og þriggja ára og nýkomin frá námi í Danmörku kveðst hún hafa ákveðið að gera eitthvað sem hún gæti hvergi gert annars staðar í heiminum og skrá sig í björgunarsveit. „Ég fór í nýliðaþjálfun Flugbjörgunarsveitarinnar og þar kynntist ég fólki sem stundaði klettaklifur. Í Flugbjörgunarsveitinni kom fjallabakterían fram aftur og hefur verið viðloðandi síðan,“ segir hún. Védís kynntist Kína fyrst er hún fór þangað með Hamrahlíðarkórnum árið 2007. En eftir að hún lauk MA-námi í þjóðfræði við HÍ fyrir ári ákvað hún að taka sér í fyrsta skipti á ævinni frí frá skóla og vinnu. „Ég var búin að dvelja rúm þrjú ár á Íslandi og útlönd farin að kitla. Ég vildi helst ekki fara á flakk heldur dvelja á einum stað, jafnvel athuga hvort ég gæti klifrað.“ Hún fann Yangshuo á vafri sínu um internetið og það sem meira var, auglýsingu frá gæðafyrirtæki í ferðaþjónustu þar, sem vantaði fólk í vinnu. „Ég kom hingað fyrst í lok mars og var í þrjá mánuði að þjálfa mig og kynnast svæðinu,“ segir hún og kveðst hafa ferðast þá til fjögurra ólíkra staða, Xiamen á austurströndinni, bæjar rétt fyrir utan Sjanghaí, Peking og Innri-Mongólíu. Eftir íslenskt sumar á jöklum hélt Védís aftur til Kína í september og kann vel við sig þar en ætlar að koma heim fyrir jól.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira