Innlent

31 keyrði of hratt á Njarðargötu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Anton Brink
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði 31 ökumann keyra of hratt á Njarðargötu í Reykjavík í dag. „Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 238 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 13%, of hratt eða yfir afskiptahraða."

Meðalhraði þeirra sem keyrðu of hratt var 64 kílómetrar á klukkustund, en 50 km hámarkshraði er á Njarðargötu. Mesti hraðinn mældist 83 km/klst.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að vöktun lögreglunnar á Njarðargötu er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×