Fleiri fréttir

Fengu ekki að tryggja hitaveitudælu

Viðlagatryggingar Íslands hafa hafnað því að tryggja dælubúna vegna borholu hitaveitunnar í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórn Mýrdalsshrepps er afar ósátt með þessa ákvörðun.

Ráðherra kallar mótmælendur á fund sinn

Fjöldi náttúru­verndar­samtaka hefur í opnu bréfi óskað eftir neyðarfundi með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan­ríkisráðherra. Ráðherra boðar til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, Garðabæjar og Hraunavina fyrir helgi.

Lög í Sádi-Arabíu heimila hýðingar

Flugvirkjarnir í Sádi-Arabíu gætu átt von á því í versta falli að vera hýddir opinberlega verði þeir fundnir sekir um áfengislagabrot í landinu. Starfsmannastjóri Atlanta segir fordæmi fyrir því að erlendir ríkisborgarar séu sendir úr landi.

Afturkallar ný lög um náttúruvernd

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd sem voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor. Gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi 1. apríl á næsta ári.

Ber enn merki misskilnings

Hin skrautlega Hofsvallagata ber enn þess merki þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar spúluðu málningu af götunni.

Þrjátíu og þrír ökumenn undir áhrifum

Tuttugu og sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina og sjö til viðbótar í gær. Einn úr þessum hópi var tekinn tvisvar sama daginn, en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Heimafæðingum hefur fjölgað um tæp 300 prósent hér á landi

Heimafæðingum hefur fjölgað hér á landi um rúm 300 prósent á síðustu tíu árum. Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn aukast líkurnar á andvanafæðingum og taugafræðilegum vandamálum. Ljósmæður hjá Björkinni segja gagnrýnina ekki eiga við hér á landi

"Fótunum var gjörsamlega kippt undan þeim“

Íslensk kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi í Suður Noregi á laugardaginn var. Hún lætur eftir sig fjögur börn. Vinkonur konunnar hafa hafið söfnun til að létta undir með börnunum.

"Grafalvarlegt mál“

Landlæknir segir það nauðsynlegt að greina þurfi betur hvaða læknisþjónustu einstaklingar í lágtekjuhópi neita sér um vegna þess að þeir hafa ekki efni á henni.

Skattar á lágtekjufólk ekki hækkaðir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun boða breytingar á skattkerfinu þegar fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í næstu viku. Skattar á láglauna- og millitekjufólk verða ekki hækkaðir.

Umfjöllun um ofbeldi í skólum: "Án frekari orða ræðst hún á son minn"

Foreldrar sem telja kennara eða aðra skólastarfsmenn hafa brotið á börnum þeirra, eru leiðir á þöggun. Þeir vilja þessi mál fram í dagsljósið og koma þeim í farveg svo rétt verði brugðist við þeim í framtíðinni. Hrund Þórsdóttir ræddi við föður sem segir kennara hafa tekið á syni sínum með fantabrögðum.

"Finnið hana“

Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir.

Tunna með pappír ekki tæmd

Frá og með 10. október verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík.

"Dreg línuna þar sem ég er sakaður um refsivert athæfi“

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillznegger, sagði fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði upplifað margar andvökunætur eftir að Ingi Kristján Sigurmarsson birti mynd af honum sem á stóð: "Farðu til fjandans nauðgarasvín“.

Catalína opnar tískuvöruverslun

Draumur Catalinu Ncoco hefur nú ræst. Hún hefur opnað glæsilega tískuvöruverslun og sagt skilið við sitt gamla líf sem var í vændinu.

Draumurinn að Harpa standi undir sér

Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag.

Framkvæmdir hafnar við Hjartagarðinn

"Við byrjuðum að loka svæðinu í síðustu viku og vonumst til að fyrstu teikningarnar verði samþykktar í dag,“ segir Pálmar Harðarson, talsmaður Þingvangs ehf.

Fá iPhone til Íslands eftir krókaleiðum

Enginn sem selur iPhone á Íslandi kaupir vöruna beint frá Apple. Íslenskur markaður talinn of lítill til þess að standa undir sér. Yfirleitt er milliliður í Bretlandi en nú hillir jafnvel undir að símafyrirtækin hér á landi semji um beina sölu á iPhone.

Fáeinir dóphausar á ferð í nótt

Í dagbók lögreglu kemur fram að hún hafði í nokkru að snúast við að eltast við og góma menn sem voru á ferð undir áhrifum fíknefna.

Mótmælir þaksvölum á Ægisíðu

"Þetta er veruleg röskun á því næði sem verið hefur á svölunum í sextíu ár,“ segir í bréfi til borgarinnar frá íbúðareiganda á Ægisíðu, sem er ósáttur við að byggingarfulltrúinn í Reykjavík hafi leyft nágranna hans að útbúa nýja þaksvalir.

Regnbogabörn efla fræðslu á netinu

Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka upp viðræður við Regnbogabörn um hálfrar milljónar króna styrk á ári næstu þrjú árin.

Íhuga að slá upp tjaldbúðum í Gálgahrauni

„Það er verið að leggja drög að því að slá upp búðum,“ sagði Ómar Ragnarsson. Hann, ásamt félögum í Hraunavinum, stöðvaði framkvæmdir í Gálgahrauni í gær

Barði aldraðan nágranna og hrinti öðrum

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hrinda nágrannakonu sinni með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði.

Lýsing gefur málskostnað til góðgerðamála

Hæstiréttur Íslands staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumanns um að taka ekki til greina kröfu samtakanna um lögbann.

Listaverkagjöf verði við hús gefandans

Embætti skipulagsfulltrúa tekur jákvætt í að Reykjavíkurborg þiggi listaverkagjöf frá tölvuleikjafyrirtækinu CCP en vill þó ekki að verkið verði í Vesturbugt Reykjavíkurhafnar.

Umferðarslys við álverið

Umferðarslys varð við álverið í Straumsvík á ellefta tímanum í kvöld þegar að bifreið lenti á ljósastaur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild, en ekki er vitað um meiðsl hans að svo stöddu.

Brotið á íslenskum börnum á hverjum degi: „Ég fæ daglega mörg símtöl út af þessu"

Vanræksla og ofbeldi í íslenska skólakerfinu hefur verið "tabú“, en er engu að síður til staðar. Dæmi eru um að kennarar beiti nemendur ofbeldi eða leggi þá í einelti án þess að brugðist sé við með fullnægjandi hætti. Enginn heldur utan um tölur um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólunum og viðbrögð í slíkum málum virðast tilviljunarkennd.

"Það sárvantar stelpur í keppnina"

Skiptar skoðanir eru á nýsettum reglum um kynjakvóta í Gettu Betur. Sérstakur málfundur var haldin um málið í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag þar sem fólk mælti ýmist með eða á móti kvótanum.

Sjá næstu 50 fréttir