Innlent

"Dreg línuna þar sem ég er sakaður um refsivert athæfi“

Myndin umrædda sem Egill stefndi Inga Kristjáni fyrir.
Myndin umrædda sem Egill stefndi Inga Kristjáni fyrir. Mynd/
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillznegger, sagði fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði upplifað margar andvökunætur eftir að Ingi Kristján Sigurmarsson birti mynd af honum sem á stóð: „Farðu til fjandans nauðgarasvín“.

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni fór fram í dag.

Á vef Morgunblaðsins er haft eftir Agli að það hafi verið erfitt fyrir fjölskyldu sína á meðan málið var til rannsóknar, og einnig þegar því hafði verið vísað frá.

„Það var ekki auðvelt fyrir móður mína að sjá Vísi og mynd af mér þar sem búið var að afskræma mynd af mér og við stóð Fucking rapist," sagði Egill fyrir dómara.

„Fólk má móðga mig, kalla mig hálfvita og sterahaus og það allt. En ég dreg línuna við það þegar ég er sakaður um refsivert athæfi," sagði Egill.

Ingi Kristján vildi ekki tjá sig  um málið þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Hann sagðist ætla að bíða með það þar til dómur væri fallinn í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×