Lög í Sádi-Arabíu heimila hýðingar Valur Grettisson skrifar 25. september 2013 07:00 Mennirnir voru handteknir á flugvellinum í Ríad. Mynd/AP „Þeir neita þessu alfarið en við vonumst til þess að ef illa fer verði þeir sendir úr landi,“ segir Stefán Eyjólfsson, starfsmannastjóri Atlanta flugfélagsins. Þrír flugvirkjar hjá fyrirtækinu voru handteknir við komuna til Sádi-Arabíu grunaðir um ölvun á dögunum. Mennirnir flugu til Ríad, höfuðborgar landsins, þar sem þeir starfa sem flugvirkjar á vegum flugfyrirtækisins en þeir eru sakaðir um að hafa drukkið áfengi í flugvélinni. Mennirnir neita alfarið sök. Réttarkerfið í Sádi-Arabíu er afar ólíkt því evrópska. Samkvæmt lögum í landinu geta mennirnir átt von á nokkurra mánaða fangelsi upp í það að vera hýddir opinberlega verði þeir fundnir sekir um drykkju í flugvélinni. „Ég er ekki sérfróður um lög í Sádi-Arabíu,“ svarar Stefán spurður hvort mennirnir gætu átt von á því að vera hýddir. Samkvæmt upplýsingum sem má finna hjá Amnesty og vef breska utanríkisráðuneytisins geta þeir átt von á slíkum refsingum. „Það eru fordæmi fyrir því að menn séu sendir úr landi verði þeir fundnir sekir,“ segir Stefán vongóður en hann vonast til þess að málið verði fellt niður.Mennirnir starfa allir sem flugvirkjar hjá Atlanta.Mennirnir þrír, sem eru allir á fertugsaldri, eru á hóteli í Ríad en þeir mega ekki yfirgefa borgina á meðan málið er í rannsókn. Stefán segir þá taka málinu með ró og að yfirvöld þar í landi geri engar athugasemdir við að þeir starfi hjá flugfélaginu á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður hversu langan tíma rannsókn málsins geti tekið svarar Stefán því til að það viti í raun enginn. „Það er í raun ómögulegt að giska á það,“ segir hann. Fyrirtækið vann að því hörðum höndum í gær að útvega mönnunum lögfræðing en þeir hafa ekki óskað eftir aðkomu utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Hjá ráðuneytinu fengust þau svör að lítil samskipti væru á milli Íslands og Sádi-Arabíu og að fyrirtæki sem hefðu starfað lengi í landinu væru líklega betur í stakk búin til þess að bregðast við svona aðstæðum en ráðuneytið. Verði mennirnir fundnir sekir og ekki vísað úr landi gætu þeir átt yfir höfði sér háa fjársekt, nokkurra mánaða fangelsi, og/eða vandarhögg. Dómara er þá í sjálfsvald sett hversu mörg vandarhögg hinn dæmdi þyrfti að þola. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Þeir neita þessu alfarið en við vonumst til þess að ef illa fer verði þeir sendir úr landi,“ segir Stefán Eyjólfsson, starfsmannastjóri Atlanta flugfélagsins. Þrír flugvirkjar hjá fyrirtækinu voru handteknir við komuna til Sádi-Arabíu grunaðir um ölvun á dögunum. Mennirnir flugu til Ríad, höfuðborgar landsins, þar sem þeir starfa sem flugvirkjar á vegum flugfyrirtækisins en þeir eru sakaðir um að hafa drukkið áfengi í flugvélinni. Mennirnir neita alfarið sök. Réttarkerfið í Sádi-Arabíu er afar ólíkt því evrópska. Samkvæmt lögum í landinu geta mennirnir átt von á nokkurra mánaða fangelsi upp í það að vera hýddir opinberlega verði þeir fundnir sekir um drykkju í flugvélinni. „Ég er ekki sérfróður um lög í Sádi-Arabíu,“ svarar Stefán spurður hvort mennirnir gætu átt von á því að vera hýddir. Samkvæmt upplýsingum sem má finna hjá Amnesty og vef breska utanríkisráðuneytisins geta þeir átt von á slíkum refsingum. „Það eru fordæmi fyrir því að menn séu sendir úr landi verði þeir fundnir sekir,“ segir Stefán vongóður en hann vonast til þess að málið verði fellt niður.Mennirnir starfa allir sem flugvirkjar hjá Atlanta.Mennirnir þrír, sem eru allir á fertugsaldri, eru á hóteli í Ríad en þeir mega ekki yfirgefa borgina á meðan málið er í rannsókn. Stefán segir þá taka málinu með ró og að yfirvöld þar í landi geri engar athugasemdir við að þeir starfi hjá flugfélaginu á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður hversu langan tíma rannsókn málsins geti tekið svarar Stefán því til að það viti í raun enginn. „Það er í raun ómögulegt að giska á það,“ segir hann. Fyrirtækið vann að því hörðum höndum í gær að útvega mönnunum lögfræðing en þeir hafa ekki óskað eftir aðkomu utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Hjá ráðuneytinu fengust þau svör að lítil samskipti væru á milli Íslands og Sádi-Arabíu og að fyrirtæki sem hefðu starfað lengi í landinu væru líklega betur í stakk búin til þess að bregðast við svona aðstæðum en ráðuneytið. Verði mennirnir fundnir sekir og ekki vísað úr landi gætu þeir átt yfir höfði sér háa fjársekt, nokkurra mánaða fangelsi, og/eða vandarhögg. Dómara er þá í sjálfsvald sett hversu mörg vandarhögg hinn dæmdi þyrfti að þola.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira