Innlent

Byrjað að undirbúa skíðatíð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri 30. nóvember samkvæmt heimasíðu svæðisins en umsjónarmenn er strax farnir að huga að undirbúningi fyrir veturinn.

Á Facebook-síðu Hlíðarfjalls er hitað upp fyrir veturinn með skíðamyndböndum og myndum af fjallinu sem verður hvítara og hvítara með hverjum deginum.

Í síðustu stöðufærslu á síðunni er sagt að það séu um 35 dagar í að snjóframleiðsla hefjist í fjallinu en það þarf að vera fimm gráðu frost í nokkra daga til að hægt sé að fara af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×