Fleiri fréttir

„Er kjaftstopp yfir þessu heilbrigðiskerfi“

Eitt myndatæki er til á Akureyri til að greina brjóstakrabbamein en tækið er bilað og ekki vitað hvenær það kemst i lag. Kona á Akureyri sem fann hnút í brjósti sætti sig ekki við biðtímann og fór til Reykjavíkur á eigin kostnað til að fara í myndatöku.

Öll börn í borginni eiga að fá næringarríka máltíð

Borgaryfirvöld vilja tryggja að öll börn í borginni fái sambærilega næringarríka máltíð. Því er verið að þróa sameiginlegan gagnagrunn fyrir yfirmenn í skólamötuneytum Reykjavíkurborgar til að halda utan um hráefniskaup, matseðla og verð.

Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks

Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki.

Egill Helgason hyllir Assange í sjónvarpsþætti

Í óútkominni kvikmynd um Wikileaks hyllir Egill Helgason og allir tæknimenn RÚV Julian Assange í og eftir sjónvarpsviðtal og segja hann hafa komið Íslandi til bjargar með upplýsingum sínum.

Gríðarlegur stormur í Kína

Að minnsta kosti tuttugu og fimm er látnir eftir að fellibylurinn Usagi gekk á landi í Guangdong héraði í suðurhluta Kína í nótt.

Hnífamaður í Hafnarfirði

Lögreglan handtók mann í Hafnarfirði í gærkvöldi sem grunaður er um að hafa ógnað öðrum með hnífi.

Óttast skattahækkanir á lágtekjufólk

Forystumenn Starfsgreinasambandsins óttast að skattar verði hækkaðir á fólk með lágar og miðlungstekjur. Þeir óttast að stjórnvöld seilist í vasa almennings til að bæta upp tekjutap ríkissjóðs vegna afnáms og breytinga á öðrum sköttum.

Bæjarstjóri klökknaði er sást í Grundarfjörð

Vinabæjartengsl við Grundarfjörð eru í miklum metum í franska bænum Paimpol sem byggðist upp á auði sem sjómenn þaðan sóttu til Íslands. Nýleg heimsókn franska bæjarstjórans þótti vel heppnuð. Götu í bænum var gefið franskt nafn.

Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals

Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir.

Ferðaþjónustan fær 1% af rannsóknafénu

Um 100 milljónir króna renna til ferðaþjónustunnar af opinberu rannsóknafé. Árið 2012 voru gjaldeyristekjur af greininni hins vegar 236 milljarðar króna. Árið 2007 fóru 12,7 milljarðar til rannsókna atvinnuveganna; 70 milljónir til ferðaþjónustunnar.

Ný ljósmyndakeppni byrjar í dag

Útivist er annað þemað í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins sem hefst í dag. Valdar verða bestu myndirnar frá sumrinu og haustinu í þremur flokkum og var náttúran þema fyrstu keppninnar, en úrslit úr henni voru kunngjörð í blaðinu á laugardag. Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon 10,1 milljóna pixla myndavél með 10-27 mm linsu.

Skýrsluskilin aldrei tímasett

Skilin á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina hafa aldrei verið tímasett og því er villandi að tala um að þeim hafi verið frestað á fundi með forsætisnefnd Alþingis í þarsíðustu viku. Þetta segir Hrannar Már S. Hafberg, formaður nefndarinnar.

Ósáttur við vinnubrögð Reykjavíkurborgar

"Það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Pálmi Bergmann, eigandi farahreinsunarinnar Úðafoss á Vitastíg, afar ósáttur við vinnubrögð Reykjavíkurborgar í kringum framkvæmdir sem nú standa yfir á Hverfisgötu.

"Bifröst skilar engu til íslensks samfélags“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ekki sé hægt að reka nema einn almennilegan háskóla á Íslandi. Hann telur að loka eigi háskólum líkt og Bifröst sem hann segir að skili engu til íslensks samfélags.

Þingmaður á toppi Mt. Blanc

Robert Marshall, þingmaður Bjartar framtíðar, kleif á föstudag Mt. Blanc fjallið í frönsku Ölpunum. Marshall er vanur göngumaður og kleif alla leið á topp Mt. Blanc. Fjallið er alls 4810 metrar að hæð og er eitt hæsta fjall í Evrópu.

Fæddi á bílastæðinu við sjúkrahúsið á Selfossi

Nýjasti fjölskyldu-meðlimurinn á bænum Gljúfri í Ölfusi var ekki á því að láta bíða eftir sér aðfaranótt laugardagsins því móðir hennar fæddi hana á bílaplaninu við sjúkrahúsið á Selfossi.

Saka borgaryfirvöld um að beita blekkingum

Íbúasamtök Vesturbæjar hafa stofnað til undirskriftalista vegna deiliskipulags við Vesturbugt, nýs hverfis sem reisa á gamla hafnarsvæðinu, milli Sjómannasafnsins og Slippsins.

Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín

Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir.

"Við munum gera betur“

"Við tökum þessum skilaboðum og munum auðvitað gera betur.“ Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en flokkurinn hefur tapað um tíu prósenta fylgi á síðasta ári. Hann segir fylgistapið ekki áfellisdóm yfir sér.

Féll í sprungu við Bjarnafossa

Björgunarsveitir á Vesturlandi hafa verið kallaðar út vegna manns sem féll í sprungu í sumarhúsahverfinu Fjárhústungu rétt við Barnafossa.

Fundu yfir tonn af kókaíni í franskri flugvél

Yfir eitt tonn af kókaíni fannst í flugvél Air France á flugvellinum í París. Vélin var að koma frá Caracas, höfuðborg Venesúela og hafði 1,3 tonni af kókaíni verið smyglað um borð í flugvélina í 30 ferðatöskum.

Áreitti unga telpu í strætó

Stúlka um tvítugt varð vitni að atvikinu og óttaðist að maðurinn myndi taka til örþrifa ráða og nálgast þær báðar

Sjá næstu 50 fréttir