Innlent

Fáeinir dóphausar á ferð í nótt

Jakob Bjarnar skrifar
Lögreglan náði í skottið á nokkrum í nótt sem taldir eru hafa verið undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan náði í skottið á nokkrum í nótt sem taldir eru hafa verið undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglu var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut við Straumsvík skömmu undir klukkan ellefu í gærkvöldi. Bifreið með bílaflutningavagni var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn, eða tjónvaldur, er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu eftir að hann hafði fyrst verið færður á Slysadeild til skoðunar. Þetta kemur fram ef gluggað er í dagbók lögreglunnar.

Þar kemur jafnframt fram að lögreglan náði í skott nokkurra sem voru á ferð og taldir eru hafa verið undir áhrifum fíknefna. Afskipti voru höfð af einstaklingi í Austurborginni vegna vörslu fíkniefna. Aðilinn var með efnin í sölueiningum og er hann grunaður um sölu fíkniefna.

Þá var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði í nótt en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Þá var farþegi í bifreiðinni kærður fyrir vörslu fíkniefna. Og um klukkan þrjú í nótt var bifreið stöðvuð í Breiðholti.  Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Og klukkustund síðar var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaðurinn sá er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×