Barði aldraðan nágranna og hrinti öðrum Valur Grettisson skrifar 24. september 2013 07:00 Maðurinn var dæmdur fyrir að ráðast á tvo nágranna sína. Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hrinda nágrannakonu sinni með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði. Þetta er önnur árásin sem maðurinn er sakfelldur fyrir á árinu en báðar beindust þær að nágrönnum hans. Árásin sem maðurinn var dæmdur fyrir í gær átti sér stað í byrjun júní á síðasta ári. Nágrannakonan lýsir atvikum þannig að hún hafi verið að sækja mold fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem þau bjuggu. Þá hafi maðurinn komið æðandi út úr íbúð sinni og hrint henni um koll. Við það féll hún og kom niður á skóflu sem lá í grasinu. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að hann hefði komið lauslega við hana þegar hann hugðist ræða við hana um meintan þjófnað dóttur sinnar. Í niðurstöðu dómsins segir að það sé yfir vafa hafið að maðurinn hafi hrint konunni. Þá vekur athygli að Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sama manni í maí síðastliðnum úr sex mánuðum í níu. Maðurinn var þá sakfelldur fyrir að berja aldraðan nágranna sinn, sem þá var 69 ára gamall, í stigagangi fjölbýlishússins – nokkrum dögum áður en hann hrinti konunni. Upptök þeirra deilna tengdust einnig dætrum mannsins. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hrinda nágrannakonu sinni með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði. Þetta er önnur árásin sem maðurinn er sakfelldur fyrir á árinu en báðar beindust þær að nágrönnum hans. Árásin sem maðurinn var dæmdur fyrir í gær átti sér stað í byrjun júní á síðasta ári. Nágrannakonan lýsir atvikum þannig að hún hafi verið að sækja mold fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem þau bjuggu. Þá hafi maðurinn komið æðandi út úr íbúð sinni og hrint henni um koll. Við það féll hún og kom niður á skóflu sem lá í grasinu. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að hann hefði komið lauslega við hana þegar hann hugðist ræða við hana um meintan þjófnað dóttur sinnar. Í niðurstöðu dómsins segir að það sé yfir vafa hafið að maðurinn hafi hrint konunni. Þá vekur athygli að Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sama manni í maí síðastliðnum úr sex mánuðum í níu. Maðurinn var þá sakfelldur fyrir að berja aldraðan nágranna sinn, sem þá var 69 ára gamall, í stigagangi fjölbýlishússins – nokkrum dögum áður en hann hrinti konunni. Upptök þeirra deilna tengdust einnig dætrum mannsins.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira