Innlent

Umferðarslys við álverið

Sjúkraflutningamenn á vettvangi í kvöld
Sjúkraflutningamenn á vettvangi í kvöld Mynd/fréttastofa
Umferðarslys varð við álverið í Straumsvík á ellefta tímanum í kvöld þegar að bifreið lenti á ljósastaur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild, en ekki er vitað um meiðsl hans að svo stöddu.

Talið er að kerra sem bíllinn var með eftirdragi hafi fokið til sem varð til þess að bílstjórinn hafnaði á staurnum. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru nú á vettvangi að „græja rafmagnið í staurum á svæðinu,“ eins og varðstjóri orðaði það. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×