Innlent

Listaverkagjöf verði við hús gefandans

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Heimar í heimi, verk Sigurðar Guðmundssonar úr stáli, áli, steini og steypu.
Heimar í heimi, verk Sigurðar Guðmundssonar úr stáli, áli, steini og steypu. Mynd/Sigurður Guðmundsson
Embætti skipulagsfulltrúa tekur jákvætt í að Reykjavíkurborg þiggi listaverkagjöf frá tölvuleikjafyrirtækinu CCP en vill þó ekki að verkið verði í Vesturbugt Reykjavíkurhafnar.

„Mælt er með því að verkinu verði fundinn staður við Sæbrautina eða á lóð CCP á Grandagarði,“ segir skipulagsfulltrúi sem þannig leggur til að listaverkið verði sett upp við hús gefandans.

Skipulagsfulltrúi segist ekki geta fallist á tillögu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um að verkið verði við Vesturbugtina því ekki sé tímabært að hafa áhrif á deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið sem nú sé í vinnslu.

Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt umsögn skipulagsstjóra. Eins og fram kemur í meðfylgjandi útdrætti úr henni er mikil hrifning hjá embættinu á verki Sigurðar Guðmundssonar myndlistamanns.

Í nettu samspili við fornan varandleika

 

„Efnisnotkun verksins er hrein og gengur formfræðin út á samspil verptra grunnforma á afmörkuðum velli pallsins. Návígi voldugra og lóðréttra forma úr ólíkum grunnefnum eru líkleg til að skapa áhugavert samspil sem geta glætt og aukið skynjunarlega upplifun á borgarrýminu.

Í einfaldleika sínum getur verkið fengið jafnt listunnendur og hinn óvænta upplifanda til að staldra við og njóta samspils borgarrýmis, náttúru og listar í því netta samspili forns varandleika og léttleika tækninnar sem verkið ber með sér.“

Úr umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×