Innlent

Fundu skuldalista við húsleit

Ökumaður var stöðvaður við hefðbundið eftirlit á Suðurnesjum um helgina.

Ökumaðurinn, kona á þrítugsaldri, tilkynnti lögreglumönnum samstundis að hún væri svipt ökuréttindum. Af henni var megn kannabislykt og við líkamsleit á lögreglustöð, sem hún heimilaði, fundust tveir pokar með amfetamíni í buxnavasa hennar.

Í bílnum sem hún ók fundust fimm grömm af kannabisefnum. Sýnatökur staðfestu að hún hafði neytt amfetamíns, kókaíns og kannabis.

Í framhaldi fóru lögreglumenn í húsleit á heimili konunnar vegna gruns um að þar færi fram fíkniefnasala. 

Þar voru fyrir karl og önnur kona, einnig á þrítugsaldri.

Lögreglumenn fundu töluvert magn af fíkniefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu og til pökkunar fíkniefna. Einnig minnisbækur með meintum skuldalistum. Fíkniefnin voru falin víðs vegar í húsnæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×