Innlent

Mótmælir þaksvölum á Ægisíðu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íbúi á Ægisíðu óttast að nágranni sjái til hans og heyri af nýjum þaksvölum.
Íbúi á Ægisíðu óttast að nágranni sjái til hans og heyri af nýjum þaksvölum. Fréttablaðið/Pjetur
„Þetta er veruleg röskun á því næði sem verið hefur á svölunum í sextíu ár,“ segir í bréfi til borgarinnar frá íbúðareiganda á Ægisíðu, sem er ósáttur við að byggingarfulltrúinn í Reykjavík hafi leyft nágranna hans að útbúa nýja þaksvalir.

Íbúinn, sem kært hefur leyfisveitinguna, segist vel una nágrönnum sínum að bæta sína eign. Vegna hagsmuna heildarinnar megi fólk búast við að tapa einhverjum gæðum.

„Aldrei má samt ganga svo langt að um óþolandi skerðingu á gæðum eða verðrýrnun verði að ræða vegna framkvæmda á annarra eign,“ segir kærandinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×