"Við erum bara mjög venjuleg og horfum ekki á okkur sem fötluð“ Ásgeir Erlendsson skrifar 24. september 2013 19:15 Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“ Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira