Draumurinn að Harpa standi undir sér Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2013 13:28 Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir reksturinn vera langhlaup. Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira