Innlent

Þrjátíu og þrír ökumenn undir áhrifum

Tuttugu og sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina og sjö til viðbótar í gær. Einn úr þessum hópi var tekinn tvisvar sama daginn, en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Lögreglan var víða við umferðareftirlit og stöðvaði t.a.m. um 200 ökumenn í miðborginni. Einn úr þeim hópi var ölvaður og tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×