Fleiri fréttir

"Þetta er alls ekki sanngjarn samanburður"

Mynd sem sýnir sykurmagn ýmissa drykkjarvara hefur farið sem eldur í sinu um netið, en næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson segir samanburðinn villandi.

Bein útsending frá blaðamannafundi Gunnars Braga í Brussel

Hægt verður að horfa beint á blaðamannafund Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, og Stefans Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, á vef á vegum Evrópusambandsins, en fundurinn hefst klukkan fjögur að íslenskum tíma, eða sex á staðartíma.

Vill að Landsvirkjun verði gullgæs

Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fagnaði óvæntum samhljómi í umræðum um rammaáætlun á Alþingi síðdegis í gær.

Streita stór þáttur í sjúkdómum

"Það er í dag nokkuð staðfest vísindalega að streita hefur áhrif á þróun sjúkdóma, þá sérstaklega geðsjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Gufulögn úr Hverahlíð líklega í umhverfismat

Alþingismenn spurðu gesti sína í þaula um vanda Hellisheiðarvirkjunar á sameiginlegum nefndarfundi í gær. Fundurinn svaraði fæstum þeirra álitamála sem spurt var um en eftirtekjan er að gufulögn frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar þarf líklega í umhverfismat.

Catalina opnar búð

Catalina Mikue Ncoco, sem var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum einkum árið 2009, í tengslum við umdeilda vændisþjónustu sína, er nú að undirbúa það að opna búð -- Glamour Boutique.

Á vetrarflötum þar til degi fer að halla

Formaður Golfklúbbs Akureyrar, Sigmundur Ófeigsson, man ekki eftir lengri vetri. Golfvöllurinn Jaðar á Akureyri reiknar ekki með að hleypa inn á aðalflatir fyrr en á bilinu 22.-27. júní. "Okkur finnst þetta grátlegt,“ segir Sigmundur.

Einstæðir foreldrar í launalaust leyfi

Foreldrar í Hafnarfirði segja fimm vikna sumarlokun leikskóla lengri en orlofsrétt flestra foreldra og því algerlega óásættanlega. Einstæðir foreldrar þurfi sumir að taka launalaust leyfi til að mæta leikskólafríum. Málið sé bænum til lítils sóma.

Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök

Sigurður Aron Snorri Gunnarsson hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að misnota unglingspilt um tveggja ára skeið. Hann gaf móður hans peninga og bauð honum til útlanda í skiptum fyrir kynlíf.

Gangur í göngunum

Næsta stóra skref í Vaðlaheiðargöngunum er jarðgangagröfturinn.

Grunaði bóndinn er ekki faðirinn

Rúmlega áttræður bóndi á Snæfellsnesi, sem er grunaður um að hafa níðst á greindarskertri stjúpdóttur sinni í áratugi, er ekki faðir dóttur hennar. Þetta er niðurstaða faðernisprófs.

Minkaveiðimannsins leitað ákaft

Um 40 björgunarsveitarmenn leituðu minkaveiðimannssins sem féll í Hjaltadalsá fram á miðnætti í nótt. Þorsteinn Guðmundsson í svæðisstjórn björgunarsveitanna segir að formleg leit hefjist að nýju um klukkan tíu í dag.

Strandveiði gengur vel

Strandveiði hefur gengið vel það sem af er júnímánuði og hafa öll veiðisvæði smábátanna verið opin og mikil sjósókn.

Pylsuvagn með minjagripi opnaður við Seljalandsfoss

Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum.

Varað við fúskurum í barnavernd

Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af faglegu starfi samtakanna Vörn fyrir börn og kannar nú starfsemi þeirra. Forstöðukona samtakanna segist gefa lítið fyrir kjaftasögur og fullyrðir að starf þeirra sé faglegt.

Þúsundir aldargamalla húsa bíða friðunar vegna aldurs

Talið er að þrjú til fimm þúsund hús á landinu séu nú sjálfkrafa friðuð vegna aldurs eftir lagabreytingu. Mikil skráningarvinna í bígerð hjá Minjastofnun. Heyrir til undantekninga að gömul hús verði rifin, segir arkitekt.

Gefast upp á sorpbrennslu á Klaustri

Sveitarstjórn Skaftárhrepps segir of dýrt að taka aftur upp brennslu sorps til að kynda sundlaug og grunnskóla er verði því hituð með rafmagni. Sveitarstjóri segir sorpmál í landinu "í algeru rugli“. Sárt sé að að loka brennslunni og aka rusli burt.

Kettlingur fæddist með tvö andlit

Kattaeigendum í Oregon í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún þegar kettlingurinn Ducey kom í heiminn. Hann fæddist nefnilega með tvö andlit.

Ekki leitað í nótt

Leitinni að manninum, sem féll í Hjaltadalsá um hálf tvö leytið í gær, hefur verið frestað þar til í fyrramálið. Ekki verður leitað meira í kvöld og í nótt. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við lögreglu.

Facebook opnar útibú í Svíþjóð

Facebook greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði opnað sitt fyrsta netþjónaútibú utan Bandaríkjanna í Luleå í Norður - Svíþjóð. Útibúið, sem er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, mun annast gagnaflutninga fyrir Facebook í heimsálfunni.

Macbeth sýning ársins

Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

Voru tvær mínútur á leiðinni

Eldur kom upp í bílskúr við Laxakvísl í Árbæjarhverfinu í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Vel gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðs. Enginn slasaðist en um minniháttar eld var að ræða.

Kynntu tölur um mun verri stöðu ríkissjóðs

Afkoma ríkissjóðs gæti orðið 27 milljörðum króna verri á þessu ári, en fyrri ríkisstjórn hafði kynnt, samkvæmt nýrri áætlun um stöðuna sem forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis.

Braut ítrekað gegn unglingspilti

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti.

Kadmíum yfir leyfilegum mörkum

Áburður sem Skeljungur seldi til íslenskra bænda nú í vor inniheldur meira magn kadmíums en leyfilegt er. Aðeins eru tvö ár síðan samskonar mál kom upp hjá Skeljungi og segir forstjóri fyrirtækisins að mistök hafi orðið hjá birgjum.

Kalkþörungavinnslan blómstrar á Bíldudal

Stækkun kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal er á lokastigi og er stefnt að því að auka framleiðsluna um fjörutíu prósent með nýrri vélasamstæðu, sem ræst verður í næsta mánuði.

Almenningshagsmunir ættu að vera hafðir að leiðarljósi við orkusölu

Almenningshagsmunir verða að vera hafðir að leiðarljósi við sölu á raforku en erfitt er að sjá að það hafi verið gert þótt kveðið sé á um það í lögum. Svo virðist sem lögin hafi verið tekin beint upp frá Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli Stefáns Arnórssonar, prófessors við Háskóla Íslands og stjórnarmanns í Landsvirkjun á fundi þriggja nefnda á Alþingi í dag.

"Fólk er svo gratt í árangur"

Magaverkir og útbrot eru þekktar aukaverkanir af neyslu fæðubótaefna að sögn læknis sem mælir ekki með notkun slíkra efna.

Leitin heldur áfram

Björgunarsveitarfólk hefur slætt ána út í sjó í dag í leitinni að manninum sem talið er að hafi fallið í Hjaltadalsá um hálft tvö leitið í gær.

Sólgleraugnasalinn og sólbaðsstofan komin í hart

Steinar Thorberg skaðbrenndist í ljósabekk í Reykjavík í byrjun vikunnar. Hann hyggst kæra í málinu. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar atburðinn en segir ekkert athugavert við vinnubrögð sín eða umræddan ljósabekk.

Ögmundur vill að þingið taki upp mál Snowden

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi innanríkisráðherra vill að Alþingi taki upp mál Edwards Snowden, uppljóstrarans sem lak því til fjölmiðla að bandarískar leyniþjónustur standi í stórfelldum persónunjósnum.

Fundu amfetamín í lyklaborði

Tollverðir fundu nýverið á annan tug gramma af amfetamíni sem bárust hingað til lands með póstsendingu. Amfetamíninu hafði verið komið fyrir í tölvulyklaborði.

Listamenn mótmæla menntamálaráðherra

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra leggur til í nýju stjórnarfrumvarpi um ríkisútvarpið að stjórn félagsins verði öll skipuð af Alþingi. Nokkur urgur er vegna málsins - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna mun gera athugasemd við þessa afgreiðslu.

Game of Thrones-ferðir til Íslands

Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones.

Sjá næstu 50 fréttir