Innlent

Leitin heldur áfram

Björgunarsveitarfólk hefur gert tilraunir með ýmis reköld í Hjaltadalsá í dag.
Björgunarsveitarfólk hefur gert tilraunir með ýmis reköld í Hjaltadalsá í dag.

Stöðufundi hjá aðgerðarstjórn leitarinnar að manninum sem talið er að hafi fallið í Hjaltadalsá um hálft tvö leytið í gær var að ljúka. Ákveðið hefur verið að leitinni verði haldið áfram fram á kvöld.

Verið er að kalla út björgunarsveitir til að leysa af mannskapinn sem staðið hefur að leitinni í dag. Annar stöðufundur verður svo haldin um klukkan ellefu í kvöld þar sem tekin verður ákvörðun um framhald leitarinnar.

Björgunarsveitarfólk hefur slætt ána út í sjó í dag. Þá hafa verið gerðar tilraunir með ýmis reköld til að sjá hvernig þau haga sér í ánni og hvert straumurinn ber þau. Björgunarfélag Akraness er á leið á staðinn með bát sem er útbúinn með sónarvél sem verður notaður við leitina í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×