Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Kynnir kvöldsins var Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Ólafur Darri Ólafsson fékk verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki í leikritinu Mýs og menn, og Kristbjörg Kjeld var verðlaunuð sem besta leikkona í aðahlutverki fyrir leik sinn í Jónsmessunótt.
Englar alheimsins var valin leiksýning ársins og Ragnar Bragason fékk verðlaun fyrir leikstjórn ársins í leiksýningunni Gullregn. Þá var Gunnar Eyjólfsson sérstaklega heiðraður fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Íslandi
Hér er listi yfir sigurvegara í heild sinni:
Sýning ársins: Macbeth
Leikrit ársins: Englar Alheimsins
Leikstjóri ársins: Ragnar Bragason fyrir Gullregn
Leikari ársins: Ólafur Darri Ólafsson fyrir Mýs og Menn
Leikkona ársins: Kristbjörg Kjeld fyrir Jónsmessunótt.
Leikari ársins í aukahlutverki: Hilmar Guðjónsson fyrir Rautt
Leikkona ársins í aukahlutverki: Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Gullregn
Leikmynd ársins: Vytautas Narbutas fyrir Engla Alheimsins
Búningar ársins: Filippía I. Einarsdóttir fyrir Engla Alheimsins
Lýsing ársins: Halldór Örn Óskarsdóttir fyrir Macbeth
Tónlist ársins: Oren Ambarchi fyrir Macbeth
Hljóðmynd ársins: Kristinn Gauti Einarsson og Oren Ambarchi fyrir Macbeth
Söngvari ársins: Alina Dubik fyrir hlutverk sitt í óperunni Il Trovatore
Dansari ársins: Aðalheiður Halldórsdóttir fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Walking Mad
Danshöfundur ársins: Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir kóreografíu í dansverkinu Coming Up
Útvarpsverk ársins: Opið hús eftir Hrafnhildi Hagalín
Sproti ársins: Kristján Ingimarsson og Neander fyrir uppfærsluna á verkinu Blam!
Heiðursverðlaun Leikilstarsambands Íslands 2013: Gunnar Eyjólfsson fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Íslandi

.

.

.