Innlent

Braut ítrekað gegn unglingspilti

mYND ÚR SAFNI

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti.

Pilturinn kærði manninn í mars árið 2011 ásamt þremur vinum sínum, sem einnig lögðu fram kæru gegn honum - en mál þeirra voru felld niður.

Í dómnum segir að maðurinn hafi ítrekað haft kynferðismök við piltinn þegar hann var 15 til 17 ára gamall. Hann játaði sök, en hafnaði því hinsvegar að hafa tælt piltinn til kynferðismakanna með gjöfum, áfengi og fíkniefnum.

Pilturinn sagðist hafa kynnst manninum á Facebook þegar hann var 15 ára.

Manninum var gert að greiða piltinum 1,2 milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×