Listamenn mótmæla menntamálaráðherra Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2013 14:29 Rifist um RÚV. Kolbrún Halldórsdóttir mun gera athugasemd við afgreiðslu Illuga Gunnarssonar; hætta er á "pólitískum áhrifum inn í innsta hring stjórnunar Ríkisútvarpsins og það fellum við okkur ekki við." Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra leggur til í nýju stjórnarfrumvarpi um ríkisútvarpið að stjórn félagsins verði öll skipuð af Alþingi. Nokkur urgur er vegna málsins - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna mun gera athugasemd við þessa afgreiðslu. Með lögum sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar í mars á þessu ári, var gert ráð fyrir að menntamálaráðherra veldi formann stjórnar útvarpsráðs, starfsmenn Ríkisútvarpsins veldu einn áheyrnarfulltrúa en fimm fulltrúar væru skipaðir eftir tilnefningu sérstakrar valnefndar með fulltrúum ráðherrans, Alþingis, Bandalags íslenskra listamanna og samstarfsnefndar háskólastigs. Með frumvarpi Illuga er valnefndin hins vegar slegin af og allir stjórnarmenn kjörnir af Alþingi.Pólitísk ábyrgð verður að vera "Í raun og veru er ekki um neina stóra breytingu að ræða," segir Illugi. "Fyrirkomulagið hefur verið þannig að Alþingi hefur skipað þessa stjórn. Það stóð til að breyta því og það var gert með lögum nú í vor. En það hefur ekki komið enn til framkvæmda. Það sem ég er að gera með þessu er að ég vil að það verði áfram þannig að í þessa mikilvægu stofnun sé áfram skipað og ég tel það mikilvægt því ég tel að það eigi að vera beint samhengi milli þess hver tekur ákvörðun og hvert tekur ábyrgð. Það er að segja; ef fólk er óánægt með útvarpsráðið þá viti það nákvæmlega hverjir það eru sem skipa það og geti með atkvæði sínu sagt raunverulega skoðun sína á því." Þar er Illugi að vísa til hinnar pólitísku ábyrgðar. "Mér finnst eðlilegt að Alþingi sjálft standi að þessari skipan fremur en einhver valnefnd. Menn eiga að geta sagt við þingmennina: Ég er ósáttur við þitt val. Ég ætla ekki að kjósa þig, ef ég er óánægður.""Fellum okkur ekki við þetta" Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, er afar ósátt við hina breyttu tilhögun en starfsmenn RÚV voru búnir að kjósa sinn áheyrnarfulltrúa í stjórn, samstarfsnefnd háskólastigs var búin að ganga frá sínum fulltrúa og sjálf hafði hún verið kjörin í valnefnd. Henni hugnast engan veginn þetta breytta fyrirkomulag. "Mér finnst við vera að fara á mis við þetta tækifæri sem nýju lögin gáfu okkur. Þar sem búið var til svona millistig milli stjórnarinnar og hins pólitíska valds. Þá með því að BÍL, og samstarfsnefnd háskólastigsins áttu að fá tækifæri til að taka þátt í að velja menn inn í valnefndina ásamt alþjóðanefnd þingsins. Núna ætla menn að fara bara aftur í þetta gamla far, sem hefur verið krítiserað í áratugi, að láta hið pólitíska vald velja beint sjö manna stjórn sem þýðir að það er hætta á pólitískum áhrifum inn í innsta hring stjórnunar Ríkisútvarpsins. Það fellum við okkur ekki við þegar við áttum tækifæri til að gera annað. BÍL mun að sjálfsögðu gera athugasemdir við þetta," segir Kolbrún Halldórsdóttir. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra leggur til í nýju stjórnarfrumvarpi um ríkisútvarpið að stjórn félagsins verði öll skipuð af Alþingi. Nokkur urgur er vegna málsins - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna mun gera athugasemd við þessa afgreiðslu. Með lögum sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar í mars á þessu ári, var gert ráð fyrir að menntamálaráðherra veldi formann stjórnar útvarpsráðs, starfsmenn Ríkisútvarpsins veldu einn áheyrnarfulltrúa en fimm fulltrúar væru skipaðir eftir tilnefningu sérstakrar valnefndar með fulltrúum ráðherrans, Alþingis, Bandalags íslenskra listamanna og samstarfsnefndar háskólastigs. Með frumvarpi Illuga er valnefndin hins vegar slegin af og allir stjórnarmenn kjörnir af Alþingi.Pólitísk ábyrgð verður að vera "Í raun og veru er ekki um neina stóra breytingu að ræða," segir Illugi. "Fyrirkomulagið hefur verið þannig að Alþingi hefur skipað þessa stjórn. Það stóð til að breyta því og það var gert með lögum nú í vor. En það hefur ekki komið enn til framkvæmda. Það sem ég er að gera með þessu er að ég vil að það verði áfram þannig að í þessa mikilvægu stofnun sé áfram skipað og ég tel það mikilvægt því ég tel að það eigi að vera beint samhengi milli þess hver tekur ákvörðun og hvert tekur ábyrgð. Það er að segja; ef fólk er óánægt með útvarpsráðið þá viti það nákvæmlega hverjir það eru sem skipa það og geti með atkvæði sínu sagt raunverulega skoðun sína á því." Þar er Illugi að vísa til hinnar pólitísku ábyrgðar. "Mér finnst eðlilegt að Alþingi sjálft standi að þessari skipan fremur en einhver valnefnd. Menn eiga að geta sagt við þingmennina: Ég er ósáttur við þitt val. Ég ætla ekki að kjósa þig, ef ég er óánægður.""Fellum okkur ekki við þetta" Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, er afar ósátt við hina breyttu tilhögun en starfsmenn RÚV voru búnir að kjósa sinn áheyrnarfulltrúa í stjórn, samstarfsnefnd háskólastigs var búin að ganga frá sínum fulltrúa og sjálf hafði hún verið kjörin í valnefnd. Henni hugnast engan veginn þetta breytta fyrirkomulag. "Mér finnst við vera að fara á mis við þetta tækifæri sem nýju lögin gáfu okkur. Þar sem búið var til svona millistig milli stjórnarinnar og hins pólitíska valds. Þá með því að BÍL, og samstarfsnefnd háskólastigsins áttu að fá tækifæri til að taka þátt í að velja menn inn í valnefndina ásamt alþjóðanefnd þingsins. Núna ætla menn að fara bara aftur í þetta gamla far, sem hefur verið krítiserað í áratugi, að láta hið pólitíska vald velja beint sjö manna stjórn sem þýðir að það er hætta á pólitískum áhrifum inn í innsta hring stjórnunar Ríkisútvarpsins. Það fellum við okkur ekki við þegar við áttum tækifæri til að gera annað. BÍL mun að sjálfsögðu gera athugasemdir við þetta," segir Kolbrún Halldórsdóttir.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira