Listamenn mótmæla menntamálaráðherra Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2013 14:29 Rifist um RÚV. Kolbrún Halldórsdóttir mun gera athugasemd við afgreiðslu Illuga Gunnarssonar; hætta er á "pólitískum áhrifum inn í innsta hring stjórnunar Ríkisútvarpsins og það fellum við okkur ekki við." Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra leggur til í nýju stjórnarfrumvarpi um ríkisútvarpið að stjórn félagsins verði öll skipuð af Alþingi. Nokkur urgur er vegna málsins - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna mun gera athugasemd við þessa afgreiðslu. Með lögum sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar í mars á þessu ári, var gert ráð fyrir að menntamálaráðherra veldi formann stjórnar útvarpsráðs, starfsmenn Ríkisútvarpsins veldu einn áheyrnarfulltrúa en fimm fulltrúar væru skipaðir eftir tilnefningu sérstakrar valnefndar með fulltrúum ráðherrans, Alþingis, Bandalags íslenskra listamanna og samstarfsnefndar háskólastigs. Með frumvarpi Illuga er valnefndin hins vegar slegin af og allir stjórnarmenn kjörnir af Alþingi.Pólitísk ábyrgð verður að vera "Í raun og veru er ekki um neina stóra breytingu að ræða," segir Illugi. "Fyrirkomulagið hefur verið þannig að Alþingi hefur skipað þessa stjórn. Það stóð til að breyta því og það var gert með lögum nú í vor. En það hefur ekki komið enn til framkvæmda. Það sem ég er að gera með þessu er að ég vil að það verði áfram þannig að í þessa mikilvægu stofnun sé áfram skipað og ég tel það mikilvægt því ég tel að það eigi að vera beint samhengi milli þess hver tekur ákvörðun og hvert tekur ábyrgð. Það er að segja; ef fólk er óánægt með útvarpsráðið þá viti það nákvæmlega hverjir það eru sem skipa það og geti með atkvæði sínu sagt raunverulega skoðun sína á því." Þar er Illugi að vísa til hinnar pólitísku ábyrgðar. "Mér finnst eðlilegt að Alþingi sjálft standi að þessari skipan fremur en einhver valnefnd. Menn eiga að geta sagt við þingmennina: Ég er ósáttur við þitt val. Ég ætla ekki að kjósa þig, ef ég er óánægður.""Fellum okkur ekki við þetta" Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, er afar ósátt við hina breyttu tilhögun en starfsmenn RÚV voru búnir að kjósa sinn áheyrnarfulltrúa í stjórn, samstarfsnefnd háskólastigs var búin að ganga frá sínum fulltrúa og sjálf hafði hún verið kjörin í valnefnd. Henni hugnast engan veginn þetta breytta fyrirkomulag. "Mér finnst við vera að fara á mis við þetta tækifæri sem nýju lögin gáfu okkur. Þar sem búið var til svona millistig milli stjórnarinnar og hins pólitíska valds. Þá með því að BÍL, og samstarfsnefnd háskólastigsins áttu að fá tækifæri til að taka þátt í að velja menn inn í valnefndina ásamt alþjóðanefnd þingsins. Núna ætla menn að fara bara aftur í þetta gamla far, sem hefur verið krítiserað í áratugi, að láta hið pólitíska vald velja beint sjö manna stjórn sem þýðir að það er hætta á pólitískum áhrifum inn í innsta hring stjórnunar Ríkisútvarpsins. Það fellum við okkur ekki við þegar við áttum tækifæri til að gera annað. BÍL mun að sjálfsögðu gera athugasemdir við þetta," segir Kolbrún Halldórsdóttir. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra leggur til í nýju stjórnarfrumvarpi um ríkisútvarpið að stjórn félagsins verði öll skipuð af Alþingi. Nokkur urgur er vegna málsins - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna mun gera athugasemd við þessa afgreiðslu. Með lögum sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar í mars á þessu ári, var gert ráð fyrir að menntamálaráðherra veldi formann stjórnar útvarpsráðs, starfsmenn Ríkisútvarpsins veldu einn áheyrnarfulltrúa en fimm fulltrúar væru skipaðir eftir tilnefningu sérstakrar valnefndar með fulltrúum ráðherrans, Alþingis, Bandalags íslenskra listamanna og samstarfsnefndar háskólastigs. Með frumvarpi Illuga er valnefndin hins vegar slegin af og allir stjórnarmenn kjörnir af Alþingi.Pólitísk ábyrgð verður að vera "Í raun og veru er ekki um neina stóra breytingu að ræða," segir Illugi. "Fyrirkomulagið hefur verið þannig að Alþingi hefur skipað þessa stjórn. Það stóð til að breyta því og það var gert með lögum nú í vor. En það hefur ekki komið enn til framkvæmda. Það sem ég er að gera með þessu er að ég vil að það verði áfram þannig að í þessa mikilvægu stofnun sé áfram skipað og ég tel það mikilvægt því ég tel að það eigi að vera beint samhengi milli þess hver tekur ákvörðun og hvert tekur ábyrgð. Það er að segja; ef fólk er óánægt með útvarpsráðið þá viti það nákvæmlega hverjir það eru sem skipa það og geti með atkvæði sínu sagt raunverulega skoðun sína á því." Þar er Illugi að vísa til hinnar pólitísku ábyrgðar. "Mér finnst eðlilegt að Alþingi sjálft standi að þessari skipan fremur en einhver valnefnd. Menn eiga að geta sagt við þingmennina: Ég er ósáttur við þitt val. Ég ætla ekki að kjósa þig, ef ég er óánægður.""Fellum okkur ekki við þetta" Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, er afar ósátt við hina breyttu tilhögun en starfsmenn RÚV voru búnir að kjósa sinn áheyrnarfulltrúa í stjórn, samstarfsnefnd háskólastigs var búin að ganga frá sínum fulltrúa og sjálf hafði hún verið kjörin í valnefnd. Henni hugnast engan veginn þetta breytta fyrirkomulag. "Mér finnst við vera að fara á mis við þetta tækifæri sem nýju lögin gáfu okkur. Þar sem búið var til svona millistig milli stjórnarinnar og hins pólitíska valds. Þá með því að BÍL, og samstarfsnefnd háskólastigsins áttu að fá tækifæri til að taka þátt í að velja menn inn í valnefndina ásamt alþjóðanefnd þingsins. Núna ætla menn að fara bara aftur í þetta gamla far, sem hefur verið krítiserað í áratugi, að láta hið pólitíska vald velja beint sjö manna stjórn sem þýðir að það er hætta á pólitískum áhrifum inn í innsta hring stjórnunar Ríkisútvarpsins. Það fellum við okkur ekki við þegar við áttum tækifæri til að gera annað. BÍL mun að sjálfsögðu gera athugasemdir við þetta," segir Kolbrún Halldórsdóttir.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira