Innlent

Fundu amfetamín í lyklaborði

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Tollverðir fundu nýverið á annan tug gramma af amfetamíni sem bárust hingað til lands með póstsendingu.

Póstsendingin kom frá Taílandi en var stíluð á íslenskan einstakling.

Amfetamíninu hafði verið komið fyrir í tölvulyklaborði. Þegar tollverðir tóku lyklaborðið til nánari skoðunar voru fíkniefnin fundin. Þeim hafði verið pakkað vandlega inn í álpappír.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft umsjón með rannsókn málsins sem nú er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×