Varað við fúskurum í barnavernd María Lilja Þrastardóttir skrifar 13. júní 2013 06:30 Merki samtakanna Vörn fyrir börn sem Barnaverndarstofa kannar um þessar mundir. facebook.com/StoppVornFyrirBornPjonustumidstod Barnaverndaryfirvöld kanna nú starfsemi samtakanna Vörn fyrir börn. Áhyggjur yfirvalda beinast fyrst og fremst að þjónustumiðstöð sem samtökin opnuðu nýverið í Skútuvogi fyrir barnunga þolendur kynferðisofbeldis. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, staðfestir þetta og segir starfsemina varasama. Hann bendir einnig á að ekki sé fullsannað að starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar sé faglært og slíkt sé mjög alvarlegt mál. „Það er vissulega áhyggjuefni þegar svona einkaframtak fer af stað og setur sig jafnvel á móti yfirvöldum og okkar fagaðilum sem þó vinna brautryðjendastarf. Okkur ber því að sjálfsögðu skylda til að kanna slíka starfsemi,“ segir Páll. Kristín Snæfells er forstöðukona Varnar fyrir börn. Hún segir mikla aðsókn í þjónustumiðstöðina, samtökin hafi ótal mál til vinnslu og þau séu hvert öðru erfiðara. Hún segist gefa lítið fyrir „kjaftasögur“ sem séu á kreiki um samtökin. Spurð hvort ekki sé æskilegast að málaflokkurinn sé inni á borði barnaverndaryfirvalda segir hún svo vera en þó séu margir sem ekki treysti þeim tilteknu yfirvöldum. Hún segir að þó sé unnið að samstarfi á milli Barnaverndarstofu og samtakanna. Páll hafnar því alfarið að slíkt samstarf sé í vinnslu. Kristín Snæfells Í upplýsingum um starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar á vefnum kemur fram að þar starfi sálfræðingar og lögfræðingar ásamt öðru starfsfólki. „Við erum með einn sálfræðing sem vann samfara námi sínu hjá Barnaverndarstofu og er því vel kunnugur starfsháttum hennar. Einnig erum við með lögfræðing sem vann hjá Fangelsismálastofnun,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þetta tvær ungar konur. Sálfræðingurinn hefur þó ekki verið brautskráður úr námi og hefur því ekki fengið starfsréttindi sín útgefin. Starf hennar hjá Barnaverndarstofu var á vegum átaksverkefnis Vinnumálastofnunar fyrir háskólanema. Lögfræðingurinn er með BA-próf. „Við efumst ekki um að þau vilji öll vel. En þau verða líka að segja frá starfseminni eins og hún er. Þau eru mikið að biðja fólk um peninga fyrir rekstrinum og slíkt má ekki gera á röngum forsendum,“ segir Páll. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Barnaverndaryfirvöld kanna nú starfsemi samtakanna Vörn fyrir börn. Áhyggjur yfirvalda beinast fyrst og fremst að þjónustumiðstöð sem samtökin opnuðu nýverið í Skútuvogi fyrir barnunga þolendur kynferðisofbeldis. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, staðfestir þetta og segir starfsemina varasama. Hann bendir einnig á að ekki sé fullsannað að starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar sé faglært og slíkt sé mjög alvarlegt mál. „Það er vissulega áhyggjuefni þegar svona einkaframtak fer af stað og setur sig jafnvel á móti yfirvöldum og okkar fagaðilum sem þó vinna brautryðjendastarf. Okkur ber því að sjálfsögðu skylda til að kanna slíka starfsemi,“ segir Páll. Kristín Snæfells er forstöðukona Varnar fyrir börn. Hún segir mikla aðsókn í þjónustumiðstöðina, samtökin hafi ótal mál til vinnslu og þau séu hvert öðru erfiðara. Hún segist gefa lítið fyrir „kjaftasögur“ sem séu á kreiki um samtökin. Spurð hvort ekki sé æskilegast að málaflokkurinn sé inni á borði barnaverndaryfirvalda segir hún svo vera en þó séu margir sem ekki treysti þeim tilteknu yfirvöldum. Hún segir að þó sé unnið að samstarfi á milli Barnaverndarstofu og samtakanna. Páll hafnar því alfarið að slíkt samstarf sé í vinnslu. Kristín Snæfells Í upplýsingum um starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar á vefnum kemur fram að þar starfi sálfræðingar og lögfræðingar ásamt öðru starfsfólki. „Við erum með einn sálfræðing sem vann samfara námi sínu hjá Barnaverndarstofu og er því vel kunnugur starfsháttum hennar. Einnig erum við með lögfræðing sem vann hjá Fangelsismálastofnun,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þetta tvær ungar konur. Sálfræðingurinn hefur þó ekki verið brautskráður úr námi og hefur því ekki fengið starfsréttindi sín útgefin. Starf hennar hjá Barnaverndarstofu var á vegum átaksverkefnis Vinnumálastofnunar fyrir háskólanema. Lögfræðingurinn er með BA-próf. „Við efumst ekki um að þau vilji öll vel. En þau verða líka að segja frá starfseminni eins og hún er. Þau eru mikið að biðja fólk um peninga fyrir rekstrinum og slíkt má ekki gera á röngum forsendum,“ segir Páll.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira