Kalkþörungavinnslan blómstrar á Bíldudal Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2013 19:04 Stækkun kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal er á lokastigi og er stefnt að því að auka framleiðsluna um fjörutíu prósent með nýrri vélasamstæðu, sem ræst verður í næsta mánuði. Þetta er eitt dæmið um uppganginn sem nú er hafinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þegar kalkþörungavinnslan hófst fyrir sex árum breyttist Bíldudalur í námabæ. Hráefni er tekið af botni Arnarfjarðar og þurrkað og sekkjað í landi. Heilu skipsfarmarnir af kalkþörungum fara nú reglulega frá Bíldudal til erlendra kaupenda og svo vel gengur að selja vöruna að þörf er á að margfalda afkastagetuna. Í fyrra var hafist handa við að stækka verksmiðjuna og bæta við öðrum og afkastameiri þurrkara og þessa dagana er vart þverfótað fyrir iðnaðarmönnum að störfum. Þeir voru 15-16 að störfum, þegar Stöð 2 var að kvikmynda á svæðinu, og þörf á fleirum, að sögn framkvæmdastjórans. Flutningaskip við bryggju að sækja kalkþörunga til útflutnings. Með nýju þurrkarahúsi á að koma ársframleiðslunni úr 35 þúsund tonnum og upp í þau 50 þúsund tonn, sem starfsleyfi er fyrir. Jafnframt er markmiðið að auka rekstraröryggi og auka fjölbreytni framleiðslunnar, eins og Guðmundur Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins lýsir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það bíða kaupendur eftir meira efni og meiri framleiðslu, þannig að til þess að anna þeirri eftirspurn er ekkert annað að gera en stækka." Kalkþörungarnir eru sóttir á botn Arnarfjarðar og þurrkaðir og sekkjaðir á Bíldudal. Kalkþörungarnir eru seldir sem fóðurbætir fyrir búpening, nautgripi, svín og kjúklinga, en einnig sem áburður og til nota í vatnshreinsibúnað, og þeir hjálpa nú Bíldudal til að blómgast. „Ég byrjaði einn árið 2005 en við erum núna 20 hérna. Þannig að fyrirtækið hefur verið að bólgna upp og stækka og koma sér fyrir í þessum fallega firði hér," segir Guðmundur Valgeir. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Stækkun kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal er á lokastigi og er stefnt að því að auka framleiðsluna um fjörutíu prósent með nýrri vélasamstæðu, sem ræst verður í næsta mánuði. Þetta er eitt dæmið um uppganginn sem nú er hafinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þegar kalkþörungavinnslan hófst fyrir sex árum breyttist Bíldudalur í námabæ. Hráefni er tekið af botni Arnarfjarðar og þurrkað og sekkjað í landi. Heilu skipsfarmarnir af kalkþörungum fara nú reglulega frá Bíldudal til erlendra kaupenda og svo vel gengur að selja vöruna að þörf er á að margfalda afkastagetuna. Í fyrra var hafist handa við að stækka verksmiðjuna og bæta við öðrum og afkastameiri þurrkara og þessa dagana er vart þverfótað fyrir iðnaðarmönnum að störfum. Þeir voru 15-16 að störfum, þegar Stöð 2 var að kvikmynda á svæðinu, og þörf á fleirum, að sögn framkvæmdastjórans. Flutningaskip við bryggju að sækja kalkþörunga til útflutnings. Með nýju þurrkarahúsi á að koma ársframleiðslunni úr 35 þúsund tonnum og upp í þau 50 þúsund tonn, sem starfsleyfi er fyrir. Jafnframt er markmiðið að auka rekstraröryggi og auka fjölbreytni framleiðslunnar, eins og Guðmundur Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins lýsir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það bíða kaupendur eftir meira efni og meiri framleiðslu, þannig að til þess að anna þeirri eftirspurn er ekkert annað að gera en stækka." Kalkþörungarnir eru sóttir á botn Arnarfjarðar og þurrkaðir og sekkjaðir á Bíldudal. Kalkþörungarnir eru seldir sem fóðurbætir fyrir búpening, nautgripi, svín og kjúklinga, en einnig sem áburður og til nota í vatnshreinsibúnað, og þeir hjálpa nú Bíldudal til að blómgast. „Ég byrjaði einn árið 2005 en við erum núna 20 hérna. Þannig að fyrirtækið hefur verið að bólgna upp og stækka og koma sér fyrir í þessum fallega firði hér," segir Guðmundur Valgeir.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira