Fleiri fréttir

Casper kannast ekki við fullyrðingar Gests

Gestur Valur Svansson sagðist vera með samning við Adam Sandler og vinnuaðstöðu hjá "vini" sínum, danska grínaranum Casper Christensen. "Hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir Casper.

"Ná fram hagsmunum á kostnað þessa fólks“

Mikill hiti var í fundarmönnum á kröfuhafafundi hjúkrunarheimilisins Eirar á Hilton Nordica í gær en fundarmenn, ellilífeyrisþegar með íbúðarrétt á Eir og fulltrúar þeirra, samþykktu áframhaldandi greiðslustöðvun hjúkrunarheimilisins, en það var forsenda áframhaldandi nauðasamningsumleitana.

Slys á Reykjanesbraut

Lögreglunni í Keflavík var nú fyrir skömmu að berast tilkynning um slys á Reykjanesbraut.

Kristín Helga talin hæfust

Kristín Helga Magnúsdóttir verður næsti framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands starfsárið 2013-2014.

Bættar samgöngur gætu aukið vinsældir Breiðholts

Fasteignaverð í Breiðholti er með því lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Framboð á íbúðum þar er mikið og fjarlægð frá miðju borgarinnar töluverð. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að bættar almenningssamgöngur væru veigamikið atriði til að auka áhuga fólks á íbúðarkaupum í Breiðholtinu.

Tugir manna við leit í nótt

Umfangsmikil leit að refaskyttu sem féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal eftir hádegi í gær hefur engan árangur borið.

Bæklingi um heimilsofbeldi dreift í hús á Suðurnesjum

Býrð þú við ofbeldi er yfirskrift bæklings sem dreift hefur verið í öll hús á Suðurnesjum með upplýsingum um birtingarmyndir heimilisofbeldis og hvar sé hægt að leita sér hjálpar. Gerð bæklingsins er hluti af árverkniverkefni Suðurnesjavaktarinnar sem tengist jafnframt áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum.

Samskiptaleysi við ESA gæti ógilt fjölda laga

ESA telur líklegt að íslensk stjórnvöld hafi vanrækt tilkynningaskyldu sína til stofnunarinnar á síðustu árum. Fyrir vikið gætu ýmis lagaákvæði og reglugerðir verið felld fyrir dómstólum. Lögmaður segir slík ákvæði á víð og dreif í lagasafninu.

Segir útspil OR í ætt við pólitíska refskák

Fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar segir Hellisheiðarmálið snúast um að drepa, eða seinka Hverahlíðarvirkjun. Hluti af öfugsnúinni umhverfisumræðu, segir hann. Ekkert nýtt sé að frétta í Hellisheiðarvirkjun og engan vanda að leysa.

Laxeldi skal í umhverfismat

Fyrirhugað sjö þúsund tonna sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi, þar á meðal á laxi, skal háð mati á umhverfisáhrifum. Landssamband veiðifélaga (LV) telur um áfangasigur að ræða.

Háskerpusjónvarp í snjalltækin með OZ-appinu

Nýtt app frá OZ gerir sjónvarpsáhorfendum kleift að taka upp og safna sjónvarpsefni, bæði þáttum og kvikmyndum. Áskrift að þjónustunni má nálgast á áskriftarvef Stöðvar 2. "Stigið inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.

Olnbogabarn á Hljómalindarreitnum

Mikil óánægja ríkir meðal rekstraraðila á Hljómalindarreitnum með framferði nýrra eigenda lóðarinnar.Villý Þór Ólafsson, eigandi Hemma og Valda, neyðist til að loka staðnum, sem staðið hefur í sex ár, í lok þessarar viku.

Líklega um skyndiofnæmi eða of sterkar perur að ræða

"Ef að eitthvað svona kemur alveg út úr karakter hjá manneskju sem er vön sól er líklegt að viðkomandi hafi innbyrt eða notað eitthvað sem veldur skyndilegu sólarofnæmi. Annað hvort það eða að perurnar í bekkjunum þarna séu of sterkar.“

Leita í alla nótt

Til stendur að leita að minkaveiðimanni sem féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal eftir hádegi í dag í alla nótt. Um 70 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar einnig leitað úr lofti í dag.

Funda um Hellisheiðarvirkjun

Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar Umhverfis- og Samgöngunefndar og Atvinnuveganefndar á morgun til þess að ræða stöðu Hellisheiðarvirkjunar en upplýst var um það í Fréttablaðinu í gær að orkuframleiðsla virkjunarinnar væri langt undir væntingum.

"Börn verða ekki fullorðin á þremur mánuðum“

Nauðsynlegt er að stemma stigum við meðvirkni gagnvart ölvunardrykkju framhaldsskólanema, sem eykst gríðarlega milli skólastiga. Skólameistarar landsins hafa sameinast um nýja stefnumörkun í þessum efnum á meðan forvarnarfulltrúi kallar eftir því að lögregla framfylgi landslögum á menntaskólaböllum.

Maðurinn enn ófundinn

Maðurinn sem féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal klukkan hálf tvö dag er enn ófundinn. Björgunarsveitir hafa leitað hans síðan þeim voru kallaðar út um þrjú leytið.

Fórnarkostnaður fortíðarinnar

Það væru mistök að byggja jafn margar samliggjandi félagslegar íbúðir í dag og gert var í Breiðholti, segir Óskar Dýrmundur Ólafsson, eini hverfisstjóri landsins.

Leita minkaskyttu sem féll í Hjaltadalsá

Á fimmta tug björgunarsveitamanna frá Blönduósi að Siglufirði hafa verið kallaðir út til leitar að minkaveiðimanni er féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal um hálf tvö leytið í dag. Hann hvarf sjónum veiðifélaga síns og hefur ekki sést til hans síðan.

Skrautlegir staurar lífga upp á Laugaveg

Vegfarendur ofarlega á Laugavegi hafa vafalaust tekið eftir skrautlegum staurum sem skotið hafa upp kollinum þar síðustu daga. Staurarnir eru hugsaðir sem vitar og eru hluti af samstarfsverkefni nýstofnaðs Vitahverfis, en undir það heyra verslunirnar Kron Kron, Kiosk, GK og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar ásamt Kex hosteli.

Óvænt fjölgun í rjúpnastofninum

Rjúpnastofninn stækkar. Meðalfjölgun rjúpna 47 prósent á milli áranna 2012 og 2013. ,,Þetta er mjög óvænt," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrustofnun.

Illa brenndur eftir viðskipti við Sól 101

Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður hyggst lögsækja sólbaðsstofuna Sól 101 eftir að hafa skaðbrennst í sólarbekk hjá stofunni í gær. Hann þurfti að leita á sjúkrahús vegna verkja. Rekstrarstjóri 101 Sól harmar atburðinn en hafði ekki heyrt frá Steinari.

Óttarr Proppé: Ekkert stressaður fyrir jómfrúarræðunni

"Ég var ekkert stressaður fram úr hófi en það var dálítið sérstakt að koma inn í þingsalinn í fyrsta skipti," segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem sló í gegn í jómfrúarræðu sinni á Alþingi í gær.

Ísland er friðsælasta land í heimi

Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Þetta er í sjöunda sinn sem skýrslan er gefin út og í annað sinn sem Ísland trónir á toppnum. Skýrslan var síðast gefin út árið 2008 en þá var Ísland einnig friðsælast af þeim 162 löndum sem mæld voru.

Óskiljanlegur úrskurður Persónuverndar segir Kári

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir óskiljanlegt að Persónuvernd hafi hafnað beiðni fyrirtækisins og Landsspítalans um notkun persónuupplýsinga í tiltekið verkefni.

Íslenska smjörið best í heimi

Ný rannsókn leiðir í ljós að smjörát geti gert menn illa í skapi og árásargjarna. Tilfinning Guðna Ágústssonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fyrir rannsókninni er sú að hún fái staðist: "Og alls ekki varðandi íslenska smjörið. Því það er afburðasmjör."

Stefna vegamálastjóra vegna Gálgahrauns

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir hafa stefnt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra fyrir hönd Vegagerðarinnar vegna Gálgahrauns.

Annþór vildi ekki mæta

Annþór Kristján Karlsson þarf að mæta fyrir dóm í dag vegna andláts Sigurðar Hólm Sigurðarsonar þrátt fyrir ósk um annað til að sleppa við "fjölmiðlafár“.

Íslendingar gera sig gilda á Norðurslóðum

"Ísland þarf að leggja áherslu á að vera í fararbroddi í norðurslóðasamstarfi, með tilliti til nýtingar auðlinda á svæðinu, umhverfisverndar og opnunar nýrra siglingaleiða um norðurhöf."

Glannalegir hjólreiðamenn

Hjólreiðamenn eiga það til að fara ógætilega og hratt um göngustíga og stefna þar með gangandi vegfarendum í hættu.

Ob-La-Dí-Ob-LaDa ekki karaókístaður

Tómas Magnús Tómasson fordæmir blaðamann Grapevine; sem dæmdi knæpuna Ob-La-Dí-Ob-LaDa sem karaókístað - en rambaði inn á rangan stað.

Lagðir af stað yfir Atlantshafið

Róðrarkapparnir Einar Örn Sigurdórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox lögðu af stað á sérútbúnum róðrarbáti yfir Atlantshafið frá Noregi til Íslands í gærmorgun.

App með íslenskum nöfnum slær í gegn

Nýtt app fyrir íslensk mannanöfn kom í App Store í lok maí. Höfundar appsins segja að hugmyndin með appinu sé að aðstoða nýbakaða foreldra við að finna nöfn á afkomendur sína. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið.

Hundruð milljóna þarf til að bæta tap

Vegna minni afkastagetu þarf Orkuveita Reykjavíkur að kaupa orku frá Landsvirkjun. Fyrsta árið kostar það 163 milljónir. Stjórnarformaður segir að staðið verði við gerða samninga við Norðurál og hagsmunir almennings varðir.

Furðu lostin á orðum sjávarútvegsráðherra

Samtök ferðaþjónustunnar hvetja sjávarútvegsráðherra eindregið að afturkalla ekki ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forvera síns um stækkun hvalaskoðunarsvæðis í Faxaflóa.

Greiða engan virðisaukaskatt

Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós.

Sjá næstu 50 fréttir