Þúsundir aldargamalla húsa bíða friðunar vegna aldurs Sunna Valgerðardóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Vífilstaðaspítali var byggður árið 1910 en er ekki friðlýstur. Pétur segir spítalann eitt merkasta hús íslenskrar byggingasögu enda fyrsta steinsteypustórhýsi sem Íslendingar hönnuðu og byggðu. Það er dæmi um byggingu sem væri mikilsvert að friðlýsa. Fréttablaðið/Anton Talið er að þrjú til fimm þúsund hús á landinu séu nú sjálfkrafa friðuð vegna aldurs eftir lagabreytingu. Mikil skráningarvinna í bígerð hjá Minjastofnun. Heyrir til undantekninga að gömul hús verði rifin, segir arkitekt. „Almenna reglan á Íslandi hefur lengi verið sú að gömul hús eigi að rífa og undantekningin sé að þau fái að standa. Það má segja með þessum nýju lögum hafi því verið snúið við,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. „Nú verður erfiðara að fá húsin rifin þar sem það verður að fara fram faglegt mat í hverju einasta tilviki.“ Talið er að á bilinu þrjú til fimm þúsund hús og mannvirki á landinu öllu séu orðin meira en 100 ára gömul og þurfi því að fara á skrá Minjastofnunar sem friðuð hús. Samkvæmt lagabreytingu sem gerð var um áramót er nú skráður greinarmunur á friðlýstum húsum, sem ráðherra friðar að tillögu Húsafriðunarnefndar, og friðuðum sem falla í flokkinn vegna aldurs. Mikil vinna er fram undan hjá Minjastofnun, sem fer nú með málefni tengd húsafriðun, að safna upplýsingum um þau hús sem byggð voru fyrir árið 1913 til að koma þeim saman í einn gagnagrunn. Pétur bendir á að listinn verði þó mögulega aldrei fullkominn þar sem upplýsingar um byggingarár úr fasteignaskrá geti verið villandi. Það komi fyrir að skráð byggingarár sé í raun það ár sem sótt er um fyrstu breytingar á húsinu, sem þýðir að hús geti hafa verið byggt árið 1912 þótt byggingarár sé skráð 1916. „Þetta kostar mikla vinnu og kannski verður aldrei komist fullkomlega til botns í þessu þar sem byggingarár margra húsa eru ekki alveg á hreinu,“ segir hann. „En svo eru einstök byggðarlög þar sem ekki er mikið af húsum sem voru byggð fyrir árið 1913, eins og til dæmis Kópavogur.“ Húsafriðunarnefnd, sem var áður sjálfstætt skipað stjórnvald, er nú orðin ráðgefandi nefnd fyrir Minjastofnun. Þær breytingar voru einnig gerðar við síðustu ríkisstjórnarskipan að málaflokkurinn færist frá menningarmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins. Magnús Skúlason, formaður Húsafriðunarnefndar, segir þær breytingar vissulega óvenjulegar, þótt hann taki þeim fagnandi. „Hann (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra) hefur mikinn áhuga á þessum málum og sýnt það og sannað áður svo ég fagna þessu,“ segir hann. Magnús segir þó ýmsa vankanta vera á lagabreytingunum frá áramótum. „Það neikvæða er að það eru ekkert öll hús sem eiga skilið að vera friðuð, þótt þau séu 100 ára,“ segir hann. „En það jákvæða er að það verður ekki eins sjálfsagt að rífa hús eins og áður."492 friðlýstar byggingar á landinu „Ísland er ekkert óskaplega þjakað af gömlum byggingum eins og margar aðrar þjóðir. Hlutfall eldri bygginga hér á landi er miklu minni hér en annarsstaðar í heiminum,“ segir Pétur. „Árið 2007 voru 593 hús á höfuðborgarsvæðinu byggð fyrir 1908, sem gerir 1,2 prósent, og hefur það verið notað sem rök fyrir því að það er ekki of mikið í lagt fyrir Reykvíkinga að halda í þetta rúma prósent sem þessar gömlu byggingar eru.“ Alls eru 492 friðlýstar byggingar á landinu öllu í dag en listinn yfir þær þúsundir sem eru friðaðar vegna aldurs verður birtur á netinu þegar Minjastofnun hefur lokið vinnu sinni. Þá munu byggingafulltrúar og skipulagsyfirvöld fylgjast með skránni og senda inn erindi til Minjastofnunar í hvert sinn sem beiðni um niðurrif eða breytingar kemur á viðkomandi byggingum til að fá álit hennar lögum samkvæmt. Nær öll húsin við Ingólfstorg í Reykjavík voru byggð árið 1911 en eru ekki friðlýst. Þau eru þó friðuð vegna aldurs. Fréttablaðið/Anton Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Talið er að þrjú til fimm þúsund hús á landinu séu nú sjálfkrafa friðuð vegna aldurs eftir lagabreytingu. Mikil skráningarvinna í bígerð hjá Minjastofnun. Heyrir til undantekninga að gömul hús verði rifin, segir arkitekt. „Almenna reglan á Íslandi hefur lengi verið sú að gömul hús eigi að rífa og undantekningin sé að þau fái að standa. Það má segja með þessum nýju lögum hafi því verið snúið við,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. „Nú verður erfiðara að fá húsin rifin þar sem það verður að fara fram faglegt mat í hverju einasta tilviki.“ Talið er að á bilinu þrjú til fimm þúsund hús og mannvirki á landinu öllu séu orðin meira en 100 ára gömul og þurfi því að fara á skrá Minjastofnunar sem friðuð hús. Samkvæmt lagabreytingu sem gerð var um áramót er nú skráður greinarmunur á friðlýstum húsum, sem ráðherra friðar að tillögu Húsafriðunarnefndar, og friðuðum sem falla í flokkinn vegna aldurs. Mikil vinna er fram undan hjá Minjastofnun, sem fer nú með málefni tengd húsafriðun, að safna upplýsingum um þau hús sem byggð voru fyrir árið 1913 til að koma þeim saman í einn gagnagrunn. Pétur bendir á að listinn verði þó mögulega aldrei fullkominn þar sem upplýsingar um byggingarár úr fasteignaskrá geti verið villandi. Það komi fyrir að skráð byggingarár sé í raun það ár sem sótt er um fyrstu breytingar á húsinu, sem þýðir að hús geti hafa verið byggt árið 1912 þótt byggingarár sé skráð 1916. „Þetta kostar mikla vinnu og kannski verður aldrei komist fullkomlega til botns í þessu þar sem byggingarár margra húsa eru ekki alveg á hreinu,“ segir hann. „En svo eru einstök byggðarlög þar sem ekki er mikið af húsum sem voru byggð fyrir árið 1913, eins og til dæmis Kópavogur.“ Húsafriðunarnefnd, sem var áður sjálfstætt skipað stjórnvald, er nú orðin ráðgefandi nefnd fyrir Minjastofnun. Þær breytingar voru einnig gerðar við síðustu ríkisstjórnarskipan að málaflokkurinn færist frá menningarmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins. Magnús Skúlason, formaður Húsafriðunarnefndar, segir þær breytingar vissulega óvenjulegar, þótt hann taki þeim fagnandi. „Hann (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra) hefur mikinn áhuga á þessum málum og sýnt það og sannað áður svo ég fagna þessu,“ segir hann. Magnús segir þó ýmsa vankanta vera á lagabreytingunum frá áramótum. „Það neikvæða er að það eru ekkert öll hús sem eiga skilið að vera friðuð, þótt þau séu 100 ára,“ segir hann. „En það jákvæða er að það verður ekki eins sjálfsagt að rífa hús eins og áður."492 friðlýstar byggingar á landinu „Ísland er ekkert óskaplega þjakað af gömlum byggingum eins og margar aðrar þjóðir. Hlutfall eldri bygginga hér á landi er miklu minni hér en annarsstaðar í heiminum,“ segir Pétur. „Árið 2007 voru 593 hús á höfuðborgarsvæðinu byggð fyrir 1908, sem gerir 1,2 prósent, og hefur það verið notað sem rök fyrir því að það er ekki of mikið í lagt fyrir Reykvíkinga að halda í þetta rúma prósent sem þessar gömlu byggingar eru.“ Alls eru 492 friðlýstar byggingar á landinu öllu í dag en listinn yfir þær þúsundir sem eru friðaðar vegna aldurs verður birtur á netinu þegar Minjastofnun hefur lokið vinnu sinni. Þá munu byggingafulltrúar og skipulagsyfirvöld fylgjast með skránni og senda inn erindi til Minjastofnunar í hvert sinn sem beiðni um niðurrif eða breytingar kemur á viðkomandi byggingum til að fá álit hennar lögum samkvæmt. Nær öll húsin við Ingólfstorg í Reykjavík voru byggð árið 1911 en eru ekki friðlýst. Þau eru þó friðuð vegna aldurs. Fréttablaðið/Anton
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira