"Fólk er svo gratt í árangur" Ingveldur Geirsdóttir skrifar 12. júní 2013 18:49 Magaverkir og útbrot eru þekktar aukaverkanir af neyslu fæðubótaefna að sögn læknis sem mælir ekki með notkun slíkra efna. Einkaþjálfari segir yngra fólk í líkamsrækt oft spyrja út í notkun ólöglegra megrunarpilla og stera en áhuginn á slíku hafi þó minnkað síðustu ár. Sigríður Dóra Magnúsdóttir yfirlæknir á Heilsugæslunni Miðbæ segir fæðubótarefni ekki eins saklaus og þau líta út fyrir að vera, þau geta haft óæskilegar aukaverkanir og það hefur hún séð í sínu starfi. „Við erum bæði að sjá meltingaróþol, meltingarónot, magaverki, magabólgur og meltingatruflanir ýmsar. Það er búið að lýsa lifrabólgu af notkun ýmsra fæðubótaefna. Svo erum við að sjá líka talsvert af ofnæmi, útbrotum, kláða, húðútbrotum. Það er ýmsileg sem kemur hingað en tekur alltaf dálítinn tíma að fá fram söguna.“ Hún segir sjúklingana oftast í yngri kantinum og að þeir séu oft að borða of mikið af fæðubótarefnum og of margar tegundir. „Ég held að við læknar almennt og heilbrigðisstarfsfólk almennt gerum okkur grein fyrir því að það eru engar töfraleiðir eða skemmri skýrnir að heilbrigðu lífi, þetta þarf að vinnnast jafnt og þétt og er ekki keypt í dós.“ Yngra fólk kemur líka frekar upp að einkaþjálfara í ræktinni og spyr hann að því hvernig eigi að nota fæðubótarefni, nálgast ólöglegar megrunarpillur og stera. Hann segist þó hafa tilfinningu fyrir því að notkun á slíku hafi dregist saman. „Mér finnst fólk vera skynsamara en það var áður, mér finnst vera meiri þekking í þjóðfélaginu. En aftur þetta yngra lið, kannski hugsar þetta ekki alveg til enda, finnst það vera ódauðlegt og er tilbúið að prófa allt og þá oft leitar það í svona.“ Konráð mælir gegn öllu slíku og vill að fólk komi sér í form á heilbrigðan og skynsaman hátt. En: „Fólk er svo gratt í árangur, það vill að allt gerist núna og það er erfitt að tjónka við það." Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Magaverkir og útbrot eru þekktar aukaverkanir af neyslu fæðubótaefna að sögn læknis sem mælir ekki með notkun slíkra efna. Einkaþjálfari segir yngra fólk í líkamsrækt oft spyrja út í notkun ólöglegra megrunarpilla og stera en áhuginn á slíku hafi þó minnkað síðustu ár. Sigríður Dóra Magnúsdóttir yfirlæknir á Heilsugæslunni Miðbæ segir fæðubótarefni ekki eins saklaus og þau líta út fyrir að vera, þau geta haft óæskilegar aukaverkanir og það hefur hún séð í sínu starfi. „Við erum bæði að sjá meltingaróþol, meltingarónot, magaverki, magabólgur og meltingatruflanir ýmsar. Það er búið að lýsa lifrabólgu af notkun ýmsra fæðubótaefna. Svo erum við að sjá líka talsvert af ofnæmi, útbrotum, kláða, húðútbrotum. Það er ýmsileg sem kemur hingað en tekur alltaf dálítinn tíma að fá fram söguna.“ Hún segir sjúklingana oftast í yngri kantinum og að þeir séu oft að borða of mikið af fæðubótarefnum og of margar tegundir. „Ég held að við læknar almennt og heilbrigðisstarfsfólk almennt gerum okkur grein fyrir því að það eru engar töfraleiðir eða skemmri skýrnir að heilbrigðu lífi, þetta þarf að vinnnast jafnt og þétt og er ekki keypt í dós.“ Yngra fólk kemur líka frekar upp að einkaþjálfara í ræktinni og spyr hann að því hvernig eigi að nota fæðubótarefni, nálgast ólöglegar megrunarpillur og stera. Hann segist þó hafa tilfinningu fyrir því að notkun á slíku hafi dregist saman. „Mér finnst fólk vera skynsamara en það var áður, mér finnst vera meiri þekking í þjóðfélaginu. En aftur þetta yngra lið, kannski hugsar þetta ekki alveg til enda, finnst það vera ódauðlegt og er tilbúið að prófa allt og þá oft leitar það í svona.“ Konráð mælir gegn öllu slíku og vill að fólk komi sér í form á heilbrigðan og skynsaman hátt. En: „Fólk er svo gratt í árangur, það vill að allt gerist núna og það er erfitt að tjónka við það."
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira