Fleiri fréttir

Meðganga áhættuþáttur fyrir heimilisofbeldi

"Þessar tölur koma okkur ekki á óvart“, segir Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðukona Kvennaathvarfsins, en Fréttablaðið greindi frá því í dag að þrjátíu prósent kvenna verði fyrir heimilisofbeldi á meðan meðgöngu stendur.

Gunnar Smári hættir sem formaður SÁÁ

Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, tilkynnti starfsmönnum og stjórnarmönnum samtakanna á fundi um helgina að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á aðalfundi samtakanna sem haldinn verður á næstu vikum.

"Ég þurfti bara hjálp"

„Ég var alltaf kvíðinn, einmana og dró mig í hlé. Ég fór meira að segja í sjálfsmeiðingar á þessum tíma, gerði tilraun með það. Svo vindur þetta upp á sig þangað til ég er orðinn alvöru unglingur og vandamálið fer að aukast,“ segir Ásgeir Már Ólafsson, sem byrjaði að finna fyrir þunglyndi 10 ára gamall.

Lýst eftir Gunnhildi Líf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnhildi Líf Egilsdóttur, 17 ára. Gunnhildur Líf er ca. 163 sm.á hæð með axlar sítt svart hár og grannvaxin. Gunnhildur Líf var klædd í svartan Charat jakka, ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um klæðaburð hennar.

Sýslumaðurinn farinn úr Dalasýslu

Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu.

Þrotabú Jafets fær tvo bíla til baka

Jafet Ólafssyni hefur verið gert að skila þrotabúi Jafets Ólafssonar tveimur bílum, annars vegar 2007 árgerð af Mercedes Benz C og hins vegar 2008 árgerð af Toyota LandCruiser.

Telur tímabært að breyta hlutverki mannanafnanefndar

Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur rétt að hlutverki mannanafnanefndar verði breytt. "Ég hef velt því fyrir mér hvort rétt væri að hlutirnir væru þannig að hún hefði leiðbeiningarhlutverk en færi ekki með leyfisveitingu," segir Mörður um hlutverk nefndarinnar.

Lenti í Reykjavík eftir að hafa verið bjargað úr brennandi bát

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Reykjavík á þriðja tímanum í dag með mann sem hafði verið bjargað úr brennandi fiskibát um fjórum sjómílum frá Arnarstapa. Maðurinn var ágætlega á sig kominn við komuna til Reykjavíkur en óttast var að hann hefði fengið snert af reykeitrun. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var Björg, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi, einnig kallað út til að aðstoða manninn.

Handtekinn eftir heimilisófrið - fær bætur frá ríkinu

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 100 þúsund krónur í skaðabætur vegna þess að honum var haldið lengur í fangelsi en efni stóðu til. Maðurinn var handtekinn fyrir utan heimili sitt í Reykjavík skömmu fyrir hádegi sunnudaginn 5. febrúar í fyrra.

Þurfa að stefna ríkinu til að fá að nefna strákinn eftir afanum

Reykdal Máni Magnússon hefur stefnt Íslenska ríkinu til að hrinda úrskurði mannanafnanefndar þar sem beiðni hans um að fá að bera eiginnafnið Reykdal var hafnað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði að nafnið Reykdal myndi brjóta í bága við íslenskt málkerfi, en viðurkenndi þó að margir hefðu borið nafnið í gegnum tíðina.

Ekið á pilt á torfæruhjóli

Ekið var á pilt á torfæruhjóli í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og slasaðist. Að sögn piltsins skeytti ökumaðurinn ekki um afdrif hans, en ók af vettvangi.

Örbyggingu listnema rústað

„Við vitum ekkert hvað gerðist. Þetta hefur verið árviss viðburður hjá okkur í skólanum um nokkurt skeið og við höfum aldrei lent í svona löguðu áður,“

Umferð bönnuð í Dimmuborgum

Öll umferð almennings um náttúruvættið Dimmuborgir hefur verið bönnuð vegna viðkvæms ástands náttúrunnar nú þegar snjóa leysir.

Um 350 þúsund rafræn skilríki

Frá því að útgáfa á rafrænum skilríkjum hófst fyrir fimm árum hafa yfir 350 þúsund slík skilríki verið framleidd.

Könnuðu öryggi í Fljótunum

Bandarískir leiðsögumenn könnuðu öryggi og aðstæður til uppbyggingar skíðaferðaþjónustu í Fljótum. Sama ferðaþjónusta myndi sinna fluguveiðimönnum á sumrin en skíðafólki ferðast á tindinn með þyrlum á veturna.

Háskólalestin komin af stað þetta sumarið

Háskólalestin er farin af stað þetta árið. Háskólalestin er verkefni á vegum Háskóla Íslands sem er ætlað að vekja áhuga á vísindum og þekkingu út um allt land á sama tíma og Háskóli Íslands er kynntur fyrir íbúum ýmissa byggðalaga á landsbyggðinni.

Milt veður sunnan til en kaldara fyrir norðan næstu daga

Höfuðborgarbúar ættu að vera hæfilega ánægðir með veðrið í dag en sólríkt er og 10 stiga hiti. Svipað veður er víðast á Suðurlandi en ívið kaldara er norðan til þar sem spáð er úrkomu og 5-13 m/s. Á morgun verður eilítið kaldara um allt land þó að dragi úr vindi annað kvöld.

Fimmta hver barnshafandi kona hefur orðið fyrir ofbeldi

Ein af hverjum fimm konum sem mæta í viðtal í mæðravernd hefur upplifað heimilisofbeldi. Þetta segir Ástþóra Kristinsdóttir ljósmóðir, sem er í hópi heilbrigðisstarfsmanna sem hafa þróað verklagsreglur sem fela í sér reglubundna skimun fyrir heimilisofbeldi meðal barnshafandi kvenna.

Ekki grunur á að hætta sé á ferðum í Kópavogi

Kópavogslækurinn var í gær áberandi mengaður, eins og kom fram í frétt Vísis í gær. Ekki liggur enn fyrir hvað það var sem orsakaði mengunina. Heilbrigðisyfirvöld gera ekki ráð fyrir að nein hætta sé á ferðum og engin viðvörun þess efnis hefur verið gefin út.

Börn lenda oftar í alvarlegum slysum

"Alvarlegum slysum á leiksvæðum hefur fjölgað mjög á undanförnum þremur árum á tímum sparnaðar, einkum á leikskólalóðum. Sem betur fer hafa ekki orðið höfuðáverkar en dæmi eru um að börn hafi lærbrotnað á leikskólalóð. Milta sprakk í dreng við fall úr leiktæki á grunnskólalóð. Undirlagið var ekki rétt og alltof þunnt. Börn hafa líka lærbrotnað.“ Þetta segir Herdís L. Storgaard, starfsmaður landlæknisembættisins, en Herdís hefur um árabil barist fyrir bættu öryggi á leiksvæðum.

„Sannkölluð gleðiganga“

Ellefu hundruð manns lögðu leið sína í Laugardalinn í gær til að taka þátt í styrktargöngu gegn brjóstakrabba.

Bjarni Siguróli í öðru sæti

Matreiðslumeistarinn Bjarni Siguróli Jakobsson hlaut silfurverðlaun í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandanna. Keppnin fór fram á hótelinu Clarion Post í Gautaborg í Svíþjóð og var tilkynnt um úrslitin á laugardag.

Linda P og Jeremy Clarkson úti á lífinu

Svo virðist sem Top Gear-gaurinn Jeremy Clarkson sé nýjasti tengdasonur Íslands, ef marka má Daly Mail sem greip hann glóðvolgann úti á lífnu ásamt með engri annarri en Lindu Pétursdóttur fyrrum alheimsfegurðardrottningu.

Kveikt í kirkju mormóna

Öll verksummerki benda til þess að reynt hafi verið að kveikja í kirkju Jesú Krists, hinna síðari daga heilögu - kirkju mormóna - við Ásabraut í Garðabæ undir morgun.

Bíll ofan í skurð

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slapp ómeiddur þegar bíllinn hafnaði á hliðinni ofan í skurði við bæinn Magnússkóga í Hvammssveit í gærkvöldi.

Eikarbátar umhverfis landið

Eikarbátarnir Knörrinn og Húni II eru nú á leið til Neskaupstaðar, en þeir lögðu í hringferð umhverfis landið frá Húsavík á laugardag.

Stútar með allt í uppnámi

Fjórir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt vegna aksturs undri áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Gunnbjörg sækir Birgi

Gunnbjörg, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Raufarhöfn var kallað út um kl 18:30 í kvöld til að sækja 15 tonna bát Birgir ÞH en hann er með eitthvað fast í skrúfu.

Undarlegur hvítur litur í Kópavogslæknum - lögreglan rannsakar málið

"Ég tók þessar myndir klukkan eitt í dag, ég veit ekki af hverju hann er svona hvítur,“ segir íbúi í grennd við lækinn í Kópavogi sem tók meðfylgjandi myndir af Kópavogslæknum í dag en þar sést glögglega hinn dularfulli hvíti litur sem hefur verið viðvarandi í læknum í gær og í dag.

Varaformenn telja ekki óeðlilegt vera ekki boðið að samningaborðinu

Varaformenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja ekki óeðlilegt að þeim hafi ekki ennþá verið boðin þátttaka í stjórnarmyndunarviðræðunum, en segja nauðsynlegt að Alþingi breyti vinnubrögðum sínum og að áhersla á samstarf verði aukin. Formenn flokkanna hafa nú fundað í eina viku.

Aukinn kraftur settur í eftirlit með gistiheimilum

Yfirvöld hyggjast setja aukinn kraft í eftirlit með gistiheimilum sem ekki hafa tilskilin leyfi fyrir þesskonar starfsemi. Ríkisskattstjóri fékk í vor heimild til að loka þeim gistiheimilum sem ekki standa í skilum við skattinn. Framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að lítill árangur sjáist af vinnu yfirvalda og að ólöglegum gistiplássum fari fjölgandi.

Kiel nálgast titilinn

Kiel lagði grunninn að þýska meistaratitlinum með fínum sigri, 31-28, á Lemgo en heimamenn í Lemgo voru þremur mörkum yfir í hálfleik.

Bollywood-kvikmynd tekin upp á Íslandi

Vefsíðan Times of India greindir frá því að framleiðendur frá Indlandi ætli sér að koma til Íslands ásamt tökuliði seinna í maí með það fyrir augum að endurgera Bollywood-kvikmyndina Brindavanam.

Sjá næstu 50 fréttir