Varaformenn telja ekki óeðlilegt vera ekki boðið að samningaborðinu Hrund Þórsdóttir skrifar 12. maí 2013 18:54 Varaformenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja ekki óeðlilegt að þeim hafi ekki ennþá verið boðin þátttaka í stjórnarmyndunarviðræðunum, en segja nauðsynlegt að Alþingi breyti vinnubrögðum sínum og að áhersla á samstarf verði aukin. Formenn flokkanna hafa nú fundað í eina viku. Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, hafa fundað utan bæjarmarkanna um helgina og halda því áfram fram yfir hádegi á morgun. Boðað hefur verið til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum á morgun, þess fyrsta eftir að viðræðurnar hófust. Borið hefur á gagnrýni á að formennirnir sitji einir við fundarborðið og hafa þingmenn og leiðtogar annarra flokka sagt að ríkisstjórnarmyndun sé ekki tveggja manna verk. Varaformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vísa í hefðir innan sinna flokka og segja viðræðurnar í eðlilegu ferli. „Samkvæmt okkar reglum hjá flokknum þá er formaðurinn með umboðið til stjórnarmyndunarviðræðna og þess vegna er þetta í fullkomlega eðlilegum farvegi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta er alvanalegt ferli. Ég er mjög sátt við það, það ríkir mikill einhugur um það í okkar hópi að svona skuli gera þetta,“ sagið hún um málið. Hvorki Hanna Birna né Sigurður segjast farin að hugsa út í ráðherraskipan og neita því að hafa augastað á ákveðnum ráðherrastólum. „Eigum við ekki að láta það koma bara í ljós þegar það gerist. Það á sínar hefðir og reglur innan flokksins,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurð hvort Hönnu Birnu finnist mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái forsætisráðherrastólinn svaraði hún: „Mér finnst mikilvægt að þeir fái að klára þessar viðræður eins og þeir eru að gera út frá málefnum og treysti þeim til að fara vel með það í lokin,“ sagði Hanna Birna um málið. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Varaformenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja ekki óeðlilegt að þeim hafi ekki ennþá verið boðin þátttaka í stjórnarmyndunarviðræðunum, en segja nauðsynlegt að Alþingi breyti vinnubrögðum sínum og að áhersla á samstarf verði aukin. Formenn flokkanna hafa nú fundað í eina viku. Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, hafa fundað utan bæjarmarkanna um helgina og halda því áfram fram yfir hádegi á morgun. Boðað hefur verið til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum á morgun, þess fyrsta eftir að viðræðurnar hófust. Borið hefur á gagnrýni á að formennirnir sitji einir við fundarborðið og hafa þingmenn og leiðtogar annarra flokka sagt að ríkisstjórnarmyndun sé ekki tveggja manna verk. Varaformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vísa í hefðir innan sinna flokka og segja viðræðurnar í eðlilegu ferli. „Samkvæmt okkar reglum hjá flokknum þá er formaðurinn með umboðið til stjórnarmyndunarviðræðna og þess vegna er þetta í fullkomlega eðlilegum farvegi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta er alvanalegt ferli. Ég er mjög sátt við það, það ríkir mikill einhugur um það í okkar hópi að svona skuli gera þetta,“ sagið hún um málið. Hvorki Hanna Birna né Sigurður segjast farin að hugsa út í ráðherraskipan og neita því að hafa augastað á ákveðnum ráðherrastólum. „Eigum við ekki að láta það koma bara í ljós þegar það gerist. Það á sínar hefðir og reglur innan flokksins,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurð hvort Hönnu Birnu finnist mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái forsætisráðherrastólinn svaraði hún: „Mér finnst mikilvægt að þeir fái að klára þessar viðræður eins og þeir eru að gera út frá málefnum og treysti þeim til að fara vel með það í lokin,“ sagði Hanna Birna um málið.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira