Innlent

Háskólalestin komin af stað þetta sumarið

Jóhannes Stefánsson skrifar
Börn á Patreksfirði virða fyrir sér reyk
Börn á Patreksfirði virða fyrir sér reyk Myndir/ Jón Örn Guðbjartsson
Háskólalestin er farin af stað þetta árið. Háskólalestin er verkefni á vegum Háskóla Íslands sem er ætlað að vekja áhuga á vísindum og þekkingu út um allt land á sama tíma og Háskóli Íslands er kynntur fyrir íbúum ýmissa byggðalaga á landsbyggðinni. „Háskóli Íslands er háskóli allrar þjóðarinnar og við erum að þessu svo að fólk geti kynnst honum betur," segir Guðrún Bachmann, lestarstjóri.

Lestin fer á 15 áfangastaði víðsvegar um landið. Lestin býður bæði upp á námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri og ýmsa vísindaviðburði, til dæmis Sprengjugengið. „Við erum að þessu til að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og þekkingu," segir Guðrún og bætir við: „Þetta er hálfgerð vísindaveisla."

Guðrún segir viðtökurnar hafa verið frábærar og viðburðirnir mjög vel sóttir. „Það er alveg greinilegt að það er mikill áhugi," segir Guðrún um lestina. Lestin hefur þegar komið við á Patreksfirði en næstu helgi verður hún á Sauðárkróki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×