Innlent

Boðað til þingflokksfundar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni
Þingflokkur Framsóknarflokks mun funda á morgun klukkan 17. Þetta staðfestir Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður flokksins.

„Já það passar,“ segir Sigurður Ingi, en hann segist ekki vita hvaða mál verða sérstaklega tekin fyrir.

„Þetta er bara umræðufundur. Það þarf að fara yfir stöðuna.“

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun þingflokkur Sjálfstæðisflokks funda klukkan hálf fjögur í dag um stöðu stjórnarmyndunarviðræðnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×