Innlent

Lenti í Reykjavík eftir að hafa verið bjargað úr brennandi bát

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Reykjavík á þriðja tímanum í dag með mann sem hafði verið bjargað úr brennandi fiskibát um fjórum sjómílum frá Arnarstapa. Maðurinn var ágætlega á sig kominn við komuna til Reykjavíkur en óttast var að hann hefði fengið snert af reykeitrun. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var Björg, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi, einnig kallað út til að aðstoða manninn.

Smelltu hér til að horfa á myndir af bátnum brenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×