Innlent

Linda P og Jeremy Clarkson úti á lífinu

Jakob Bjarnar skrifar
Clarkson og Linda veifa til ljósmyndarans, og skemmta sér konunglega, að því er virðist.
Clarkson og Linda veifa til ljósmyndarans, og skemmta sér konunglega, að því er virðist.
"Þetta hljómar eins og byrjunin á vondum brandara en svo virðist sem Jeremy Clarkson eigi eitt og annað sameiginlegt með fegurðardrottningu." Svo hefst frásögn sem finna má í Daily Mail en fjölmiðillinn birtir frásögn og myndir af því þegar Top Gear-sjónvarpsmaðurinn og Linda Pétursdóttir fegurðardrottningu sáust saman fyrir utan frægramannastaðinn Groucho Club. Þau föðmuðust, kysstust, hlógu og létu vel hvort að öðru.Fyrirsögnin er í hálfgildings æsifréttastíl: "Jeremy Clarkson og Miss World? Top Gear host embraces beauty queen Linda Petursdóttir after a night out".



Blaðið greinir frá því að þrátt fyrir það sem virtist rómantísk stund brást ekki að kennimark Clarkson væri á sínum stað; sígaretta milli fingra. Ljósmyndari greip parið á góðri stund rétt áður en þau stungu sér saman í leigubíl.

Sjálf gefur Linda ekki mikið fyrir fréttaflutninginn á Facebooksíðu sinni: "Furðulegt að vera fylgt hvert fótmál af paparazzi. Átti góða kvöldstund með Jeremy vini mínum."

Sjá nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×