Innlent

Milt veður sunnan til en kaldara fyrir norðan næstu daga

Jóhannes Stefánsson skrifar
Veitingahúsagestir eru farnir að nýta sér veðrið í höfuðborginni
Veitingahúsagestir eru farnir að nýta sér veðrið í höfuðborginni Mynd/ GVA
Höfuðborgarbúar ættu að vera hæfilega ánægðir með veðrið í dag en sólríkt er og 10 stiga hiti. Svipað veður er víðast á Suðurlandi en ívið kaldara er norðan til þar sem spáð er úrkomu og 5-13 m/s. Á morgun verður eilítið kaldara um allt land þó að dragi úr vindi annað kvöld.

Hitastigið helst svo nokkuð svipað út vikuna, en veður verður milt og heldur svalt samkvæmt upplýsingum frá Jenný Olgu Pétursdóttur, veðurfræðingi hjá Veðurstofunni.

Hér gefur svo að líta veðurspána eins og hún birtist á vef Verðustofunnar:

Á miðvikudag:

Norðan 5-10 m/s á A-landi og dálítil væta. Hiti 1 til 4 stig. Norðlæg eða breytileg átt 3-8 S- og V-til og bjartviðri. Hiti 5 til 10 stig að deginum.

Á fimmtudag:

Norðan 5-13 m/s og rigning eða súld, en bjart S-til. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast S-lands.

Á föstudag:

Norðan 5-10 m/s N-til með vætu fram eftir degi. Hægari breytleg átt á S-verðu landinu og bjart með köflum. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Suðlæg átt 3-8 m/s. Væta með köflum á S- og V-landi, en birtir til á N- og A-landi. Hiti víða 6 til 12 stig.

Á sunnudag (hvítasunnudagur):

Útlit fyrir suðaustan- og austanátt og rigningu í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×