Innlent

Fékk sýru úr rafgeymi í andlit og auga

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar Mynd úr safni
Vinnuslys varð í síðustu viku þegar verið var að landa úr skipinu Gullbergi VE þar sem það lá við bryggju í Friðarhöfn.

Verið var að hífa rafmagnslyftara um borð í skipið þegar tóg sem lyftarinn var hengdur í slitnaði. Féll lyftarinn niður með þeim afleiðingum að sýra slettist úr rafgeymi lyftarans og í andlit og auga manns sem var í lestinni. 

Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar en hann mun hafa sloppið betur en talið var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×