Fimmta hver barnshafandi kona hefur orðið fyrir ofbeldi Hanna Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2013 10:30 Ein af hverjum fimm konum sem mæta í viðtal í mæðravernd hefur upplifað heimilisofbeldi. Þetta segir Ástþóra Kristinsdóttir ljósmóðir, sem er í hópi heilbrigðisstarfsmanna sem hafa þróað verklagsreglur sem fela í sér reglubundna skimun fyrir heimilisofbeldi meðal barnshafandi kvenna. „Það er því miður mjög algengt að konur eigi einhverja sögu um ofbeldi. Það er talað um að það sé um ein af hverjum fimm konum á meðgöngu sem hefur einhvern tímann verið í slíku sambandi. Þessar tölur eru hrikalegar og þetta er hlutur sem við verðum að hjálpa konum að taka á. Rannsóknir sýna einnig að 30 prósent kvenna sem upplifa heimilisofbeldi upplifa það í fyrsta skipti á meðgöngunni. Það má því segja að meðganga sé áhættuþáttur fyrir heimilisofbeldi.“ Verklagsreglurnar hafa verið í þróun síðan 2007 en þá var skipaður vinnuhópur fulltrúa Landspítalans, Háskóla Íslands og Miðstöðvar mæðraverndar sem hafði það hlutverk að semja klínískar leiðbeiningar um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Reglurnar voru tilbúnar á síðasta ári og að sögn Ástþóru hafa langflestar ljósmæður tekið þær upp. Ástþóra hefur, ásamt Páli Biering, geðhjúkrunarfræðingi og lektor, og Valgerði Lísu Sigurðardóttur ljósmóður, haldið námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Það reynist oft erfitt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að spyrja þessara spurninga. Starfsfólk þarf líka að vera vel að sér varðandi hvernig best sé að hjálpa konunum og hvaða úrræði séu í boði.“ Mismunandi er hvenær ljósmæður spyrja barnshafandi konur um ofbeldi en það er aldrei gert nema þær séu án maka í viðtalinu. Ýmis úrræði eru í boði bæði innan heilsugæslunnar og á vegum félagasamtaka. „Með því að spyrja erum við að opna fyrir að það sé ekki eðlilegt að vera í svona sambandi og að það sé í lagi að tala um það við einhvern.“ Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ein af hverjum fimm konum sem mæta í viðtal í mæðravernd hefur upplifað heimilisofbeldi. Þetta segir Ástþóra Kristinsdóttir ljósmóðir, sem er í hópi heilbrigðisstarfsmanna sem hafa þróað verklagsreglur sem fela í sér reglubundna skimun fyrir heimilisofbeldi meðal barnshafandi kvenna. „Það er því miður mjög algengt að konur eigi einhverja sögu um ofbeldi. Það er talað um að það sé um ein af hverjum fimm konum á meðgöngu sem hefur einhvern tímann verið í slíku sambandi. Þessar tölur eru hrikalegar og þetta er hlutur sem við verðum að hjálpa konum að taka á. Rannsóknir sýna einnig að 30 prósent kvenna sem upplifa heimilisofbeldi upplifa það í fyrsta skipti á meðgöngunni. Það má því segja að meðganga sé áhættuþáttur fyrir heimilisofbeldi.“ Verklagsreglurnar hafa verið í þróun síðan 2007 en þá var skipaður vinnuhópur fulltrúa Landspítalans, Háskóla Íslands og Miðstöðvar mæðraverndar sem hafði það hlutverk að semja klínískar leiðbeiningar um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Reglurnar voru tilbúnar á síðasta ári og að sögn Ástþóru hafa langflestar ljósmæður tekið þær upp. Ástþóra hefur, ásamt Páli Biering, geðhjúkrunarfræðingi og lektor, og Valgerði Lísu Sigurðardóttur ljósmóður, haldið námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Það reynist oft erfitt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að spyrja þessara spurninga. Starfsfólk þarf líka að vera vel að sér varðandi hvernig best sé að hjálpa konunum og hvaða úrræði séu í boði.“ Mismunandi er hvenær ljósmæður spyrja barnshafandi konur um ofbeldi en það er aldrei gert nema þær séu án maka í viðtalinu. Ýmis úrræði eru í boði bæði innan heilsugæslunnar og á vegum félagasamtaka. „Með því að spyrja erum við að opna fyrir að það sé ekki eðlilegt að vera í svona sambandi og að það sé í lagi að tala um það við einhvern.“
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira