Aukinn kraftur settur í eftirlit með gistiheimilum Hjörtur Hjartarson skrifar 12. maí 2013 18:43 Yfirvöld hyggjast setja aukinn kraft í eftirlit með gistiheimilum sem ekki hafa tilskilin leyfi fyrir þesskonar starfsemi. Ríkisskattstjóri fékk í vor heimild til að loka þeim gistiheimilum sem ekki standa í skilum við skattinn. Framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að lítill árangur sjáist af vinnu yfirvalda og að ólöglegum gistiplássum fari fjölgandi. Lengi hefur rætt um ólögleg gistirými í Reykjavík og hafa Samtök ferðaþjónustunnar verið dugleg að benda á vandamálið. Til að mynda með nákvæmri úttekt fyrir tveimur árum þar sem öll ólögleg gistipláss í Reykjavík voru kortlögð. Leyfunum fjölgaði töluvert í kjölfarið en í sumar stefnir í að ólögleg gistipláss verði fleiri nokkru sinni áður. „Þetta er bara staðreynd, það eru mörghundruð leyfislausar íbúðir í miðbænum og sala á gistirýmum til ferðamanna er leyfisskyld og það ætti að loka rýmum umsvifalaust sem eru ekki með leyfi,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ekki er hægt að tala um neðanjarðarstarfsemi í þessum geira. Á vefsíðunni airbnb auglýsa um 800 manns, gistingu af ýmsum toga, allt frá einu herbergi upp í einbýlishús. Fréttastofa hafði samband við nokkra leigusala á þessari síðu og spurði þá hvert þeir hefðu tilskilin leyfi og hvort einhver hafi rukkað þá um slíkt. Í ljós kom að enginn þeirra var með leyfi frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu né hafði athugasemd borist frá sama embætti sem hefur eftirlit með því að lögum og reglum sé fylgt. Sumir gefa allar tekjur upp til skatts, aðrir hluta eða alls ekkert. Leigusalarnir sem fréttastofa talaði við höfðu verið mislengi í þessum viðskiptum, allt frá sex mánuðum upp í fjögur ár. Allir höfðu sömu sögu að segja um bókanir, þær gengu vel og hjá sumum var nánast fullbókað út sumarið nú þegar. Aðgerðahópur skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, ríkisskattsstjóra, lögreglustjóra og ferðaþjónustunni hefur undanfarna mánuði unnið að úrbótum í þessum málaflokki. Kynning á þeim verða á næstu dögum. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu í dag að eftirlit með ólöglegum gistirýmum sé ekki í forgangi hjá embættinu. Engu að síður væri öllum ábendingum fylgt eftir. Ríkiskattstjóri fékk í vor heimild til að loka þeim gistiheimilum sem ekki standa í skilum við skattinn og sagði Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri við fréttastofu í dag að þær yrðu nýttar í sumar. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Yfirvöld hyggjast setja aukinn kraft í eftirlit með gistiheimilum sem ekki hafa tilskilin leyfi fyrir þesskonar starfsemi. Ríkisskattstjóri fékk í vor heimild til að loka þeim gistiheimilum sem ekki standa í skilum við skattinn. Framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að lítill árangur sjáist af vinnu yfirvalda og að ólöglegum gistiplássum fari fjölgandi. Lengi hefur rætt um ólögleg gistirými í Reykjavík og hafa Samtök ferðaþjónustunnar verið dugleg að benda á vandamálið. Til að mynda með nákvæmri úttekt fyrir tveimur árum þar sem öll ólögleg gistipláss í Reykjavík voru kortlögð. Leyfunum fjölgaði töluvert í kjölfarið en í sumar stefnir í að ólögleg gistipláss verði fleiri nokkru sinni áður. „Þetta er bara staðreynd, það eru mörghundruð leyfislausar íbúðir í miðbænum og sala á gistirýmum til ferðamanna er leyfisskyld og það ætti að loka rýmum umsvifalaust sem eru ekki með leyfi,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ekki er hægt að tala um neðanjarðarstarfsemi í þessum geira. Á vefsíðunni airbnb auglýsa um 800 manns, gistingu af ýmsum toga, allt frá einu herbergi upp í einbýlishús. Fréttastofa hafði samband við nokkra leigusala á þessari síðu og spurði þá hvert þeir hefðu tilskilin leyfi og hvort einhver hafi rukkað þá um slíkt. Í ljós kom að enginn þeirra var með leyfi frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu né hafði athugasemd borist frá sama embætti sem hefur eftirlit með því að lögum og reglum sé fylgt. Sumir gefa allar tekjur upp til skatts, aðrir hluta eða alls ekkert. Leigusalarnir sem fréttastofa talaði við höfðu verið mislengi í þessum viðskiptum, allt frá sex mánuðum upp í fjögur ár. Allir höfðu sömu sögu að segja um bókanir, þær gengu vel og hjá sumum var nánast fullbókað út sumarið nú þegar. Aðgerðahópur skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, ríkisskattsstjóra, lögreglustjóra og ferðaþjónustunni hefur undanfarna mánuði unnið að úrbótum í þessum málaflokki. Kynning á þeim verða á næstu dögum. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu í dag að eftirlit með ólöglegum gistirýmum sé ekki í forgangi hjá embættinu. Engu að síður væri öllum ábendingum fylgt eftir. Ríkiskattstjóri fékk í vor heimild til að loka þeim gistiheimilum sem ekki standa í skilum við skattinn og sagði Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri við fréttastofu í dag að þær yrðu nýttar í sumar.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira