Innlent

Krónan styrkist á meðan innfluttar vörur hækka í verði

vísir/valli
Krónan hefur frá áramótum styrkst um tæplega 10 prósent en á sama tíma hafa innfluttar vörur  hækkað um tvö og hálft prósent.

Aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ sakar fyrirtæki um að nýta veikingu krónunnar til að hækka verð tafarlaust en dragi hinsvegar lappirnar í lækka verð þegar betur ára. Framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að skýr merki sé um verðlækkanir í samfélaginu og að sú þróun muni halda áfram í sumar. Hjörtur Hjartarson.

Þetta kom fram í Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins ræddu málin.

Þeir sögðu meðal annars tilfinninguna að þegar krónan veiktist, þá skilaði það sér nær samstundis út í verðlagið, en þegar væri lengur að skila sér þegar hún styrktist. Hægt er að hlusta á viðtalið við þá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×