Innlent

„Sannkölluð gleðiganga“

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Um tvö þúsund manns gengu saman til að vekja athygli á brjóstakrabba á landsvísu. Aldrei hafa fleiri tekið þátt. mynd stöð 2
Um tvö þúsund manns gengu saman til að vekja athygli á brjóstakrabba á landsvísu. Aldrei hafa fleiri tekið þátt. mynd stöð 2
Ellefu hundruð manns lögðu leið sína í Laugardalinn í gær til að taka þátt í styrktargöngu gegn brjóstakrabba.

Átakið hófst fyrir viku með kokkteilboði í versluninni Kronkron. Þar voru bolir sem seldir voru til styrktar átakinu frumsýndir, en hönnuðir bolanna eru hjónin Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, hönnuðir Kron by Kronkron. Bolirnir nutu gríðarlegra vinsælda og seldust upp á örfáum dögum.

Veðrið lék við göngumenn og gleðin skein úr hverju andliti að sögn viðstaddra. Aldrei hefur annar eins fjöldi tekið þátt í göngunni sem nú var farin í sjöunda sinn. ?Þetta var bara alveg yndislegt og sannkölluð gleðiganga,? sagði Ragnhildur Zoëga, ein stjórnarkvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×