Innlent

Gunnar Smári hættir sem formaður SÁÁ

Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, tilkynnti starfsmönnum og stjórnarmönnum samtakanna á fundi um helgina að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á aðalfundi samtakanna sem haldinn verður á næstu vikum.

Á vefsíðu SÁÁ er haft eftir Gunnari Smára að hann hafi verið í framkvæmdastjórn samtakanna í fimm ár og formaður síðustu tvö árin. Það kemur ekki fram hvers vegna Gunnar Smári taki þessa ákvörðun.

„Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir samtökin, eins og samfélagið allt. Á þessum tíma hefur okkur tekist að halda uppi svo til óskertri þjónustu SÁÁ við áfengis- og vímuefnasjúklinga þrátt fyrir mikinn niðurskurð á opinberum framlögum. Að baki þessum árangri stendur samhent starfsfólk, stóraukinn fjöldi félaga í samtökunum og almenningur allur, en tekjur samtakanna af fjársöfnunum hefur aukist mikið að undanförnu," segir Gunnar Smári á vefsíðunni.

Vefsíða SÁÁ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×